Utanríkisráðherra segir ESB hafa breyst Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 12:24 Utanríkisráðherra segir væntanlega tillögu um viðræðuslit við ESB verða svipaða og fyrri tillögu en rökstuðningur og greinargerð taki breytingum. Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir að væntanleg tillaga hans um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði öðruvísi en fyrri tillaga, en röksemdir í greinargerð verði væntanlega aðrar. Hins vegar verði staðið við þá stefnu stjórnarflokkanna að viðræður verði ekki teknar upp að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom mörgum á óvart þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi haustið 2013 um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, áður en skýrsla sem ríkisstjórnin hafði óskað eftir um málið frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var komin fram. Miklar umræður spunnust um málið á Alþingi og mótmælt var með reglulegum hætti á Austurvelli. Svo fór að lokum að tillagan sofnaði í utanríkismálanefnd og kom aldrei þaðan út til lokaafgreiðslu áður en þing fór í sumarfrí vorið 2014. Búast má við nýrri tillögu frá utanríkisráðherra innan fárra daga eða vikna. „Ég geri ekki ráð fyrir að tillögugreinin sem slík verði eitthvað öðruvísi en hún var síðast. Rökstuðningur er annar væntanlega, greinargerðin eða eitthvað slíkt, því það hefur margt gerst frá því síðasta tillaga kom fram. Nú er skýrslan búin að liggja frammi í heilt ár. Þannig að það er hægt að kynna sér hana. Það eru miklar breytingar innan Evrópusambandsins og varðandi þau mál öll sömul. Þannig að það er eitthvað sem við verðum að taka tillit til við gerð nýrrar tillögu að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Bragi. Stærsta málið í væntanlegri tillögu sé að slíta aðildarviðræðunum með formlegum hætti. „En við munum að sjálfsögðu gera ráð fyrir í samræmi við stjórnarsáttmálann líka, að lofa því að á okkar vakt verður ekki farið í slíkt verkefni nema spyrja þjóðina. Og það er það sem þessir flokkar komu sér saman um varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar samið var um stjórnarsamstarfið um að slík atkvæðagreiðsla færi fram,“ segir utanríkisráðherra. Gunnar Bragi segir margt hafa breyst í Evrópusambandinu frá því Norðmenn sóttu síðast um og höfnuðu aðildarsamningi, sem í raun hafi verið fríverslunarsamningur, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag sé ekki hægt að kíkja í pakkann. „Nú er komið ákveðið ferli sem menn verða að fara í gegnum Það er líka alveg ljóst að ef þessi ríkisstjórn yrði neydd til að halda áfram þessum viðræðum myndum við ekki fylgja sömu aðferðafræði og tillögum og fyrrverandi ríkisstjórn lagði af stað með. Við yrðum að fara fram með nýja þingsályktunartillögu, ný samningsmarkmið og allt slíkt. Sem þýðir að sjálfsögðu að það er rétt sem forsætisráðherra sagði að þessi vinna sem búið er að vinna núna er einskis virði ef það kæmi upp slík staða. Menn yrðu að byrja upp á nýtt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Utanríkisráðherra gerir ekki ráð fyrir að væntanleg tillaga hans um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði öðruvísi en fyrri tillaga, en röksemdir í greinargerð verði væntanlega aðrar. Hins vegar verði staðið við þá stefnu stjórnarflokkanna að viðræður verði ekki teknar upp að nýju án þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom mörgum á óvart þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði fram þingsályktunartillögu á Alþingi haustið 2013 um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, áður en skýrsla sem ríkisstjórnin hafði óskað eftir um málið frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var komin fram. Miklar umræður spunnust um málið á Alþingi og mótmælt var með reglulegum hætti á Austurvelli. Svo fór að lokum að tillagan sofnaði í utanríkismálanefnd og kom aldrei þaðan út til lokaafgreiðslu áður en þing fór í sumarfrí vorið 2014. Búast má við nýrri tillögu frá utanríkisráðherra innan fárra daga eða vikna. „Ég geri ekki ráð fyrir að tillögugreinin sem slík verði eitthvað öðruvísi en hún var síðast. Rökstuðningur er annar væntanlega, greinargerðin eða eitthvað slíkt, því það hefur margt gerst frá því síðasta tillaga kom fram. Nú er skýrslan búin að liggja frammi í heilt ár. Þannig að það er hægt að kynna sér hana. Það eru miklar breytingar innan Evrópusambandsins og varðandi þau mál öll sömul. Þannig að það er eitthvað sem við verðum að taka tillit til við gerð nýrrar tillögu að sjálfsögðu,“ segir Gunnar Bragi. Stærsta málið í væntanlegri tillögu sé að slíta aðildarviðræðunum með formlegum hætti. „En við munum að sjálfsögðu gera ráð fyrir í samræmi við stjórnarsáttmálann líka, að lofa því að á okkar vakt verður ekki farið í slíkt verkefni nema spyrja þjóðina. Og það er það sem þessir flokkar komu sér saman um varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar samið var um stjórnarsamstarfið um að slík atkvæðagreiðsla færi fram,“ segir utanríkisráðherra. Gunnar Bragi segir margt hafa breyst í Evrópusambandinu frá því Norðmenn sóttu síðast um og höfnuðu aðildarsamningi, sem í raun hafi verið fríverslunarsamningur, í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag sé ekki hægt að kíkja í pakkann. „Nú er komið ákveðið ferli sem menn verða að fara í gegnum Það er líka alveg ljóst að ef þessi ríkisstjórn yrði neydd til að halda áfram þessum viðræðum myndum við ekki fylgja sömu aðferðafræði og tillögum og fyrrverandi ríkisstjórn lagði af stað með. Við yrðum að fara fram með nýja þingsályktunartillögu, ný samningsmarkmið og allt slíkt. Sem þýðir að sjálfsögðu að það er rétt sem forsætisráðherra sagði að þessi vinna sem búið er að vinna núna er einskis virði ef það kæmi upp slík staða. Menn yrðu að byrja upp á nýtt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira