Innlent

Skipan Gústafs dregin til baka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gústaf verður ekki varafulltrúi í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.
Gústaf verður ekki varafulltrúi í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. vísir
Borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallarvina hafa ákveðið að draga til baka skipan varafulltrúa síns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum en Gústaf Níelsson, sagnfræðingur, var áður skipaður varamaður í Mannréttindaráð Reykjavíkur fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina.

Gústaf, sem er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ummæli sín í garð múslíma en hann hefur lýst því yfir opinberlega að hann sé á móti mosku í Reykjavík. 

Sjá einnig: Framsókn skipar Gústaf sem varamann í mannréttindaráð borgarinnar 

Þar segir að stefna Framsóknarflokksins og flugvallarvina sé skýr:

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

Skipun varamanns í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar í gær er ekki í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins og voru því mistök af okkar hálfu.

Greta Björg Egilsdóttir tekur sæti varamanns í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.

Mikil ólga hefur verið í Framsóknarflokknum vegna skipan Gústafs í Mannréttindaráð Reykjavíkur.

Sjá einnig: Eygló segir skipan Gústafs óásættanlega: Telur rétt að hún verði afturkölluð hið fyrsta


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×