Sérstakur saksóknari rannsakar kæru Menka á hendur lögreglunni Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2015 11:36 Chaplas Menka. Vísir/valli Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst til embættis ríkissaksóknara frá lögmanni Líberíumannsins Chaplas Menka.Fréttastofa Stöðvar 2 sagði fyrst frá málinu en Chaplas sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir dvöl í fangageymslu lögreglunnar eftir að lögreglumaður hafði veitt honum djúpan skurð á fæti með eggvopni inni í fangaklefa.Sjá einnig: Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi„Umrætt mál er til rannsóknar hjá embættinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en lögmaður Chaplas óskaði eftir því við ríkissaksóknara að opinber rannsókn færi fram á þessu atviki. Ríkissaksóknari óskaði í kjölfarið eftir aðstoðar embættis sérstaks saksóknar við rannsóknina en ekki fengust frekari upplýsingar frá sérstökum saksóknara um framgang rannsóknarinnar.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.Vísir/ValliHörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við Vísi um málið í september síðastliðnum en hann sagði áverkana sem Chaplas hlaut hafa verið slys. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins en þegar fjötrarnir voru losaðir var notaður hníf í stað tangar. Hlaut Chaplas í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti. Hörður vildi ekki upplýsa í samtali við Vísi hvers vegna hnífur var notaður í stað tangar. Aðdragandi atviksins er sá að síðla kvölds 10. september síðaliðinn var Chaplas að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og sagðist þurfa að afhenda honum bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hann hefði dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Var honum tjáð að um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkti að fara með lögregluna á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem honum var tilkynnt eftir skamma dvöl að hann væri handtekinn. Chaplas fékk ekki að vita ástæðu handtökunar og vildi Hörður Jóhannesson ekki upplýsa í samtali við Vísi í september síðastliðnum hvers vegna Chaplas var handtekinn. Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Segir áverkana hafa verið óhapp "Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri. 24. september 2014 13:33 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara rannsakar nú kæru á hendur lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem barst til embættis ríkissaksóknara frá lögmanni Líberíumannsins Chaplas Menka.Fréttastofa Stöðvar 2 sagði fyrst frá málinu en Chaplas sakar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um alvarlegt ofbeldi. Var hann fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir dvöl í fangageymslu lögreglunnar eftir að lögreglumaður hafði veitt honum djúpan skurð á fæti með eggvopni inni í fangaklefa.Sjá einnig: Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi„Umrætt mál er til rannsóknar hjá embættinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, en lögmaður Chaplas óskaði eftir því við ríkissaksóknara að opinber rannsókn færi fram á þessu atviki. Ríkissaksóknari óskaði í kjölfarið eftir aðstoðar embættis sérstaks saksóknar við rannsóknina en ekki fengust frekari upplýsingar frá sérstökum saksóknara um framgang rannsóknarinnar.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.Vísir/ValliHörður Jóhannesson, aðstoðaryfirlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, ræddi við Vísi um málið í september síðastliðnum en hann sagði áverkana sem Chaplas hlaut hafa verið slys. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins en þegar fjötrarnir voru losaðir var notaður hníf í stað tangar. Hlaut Chaplas í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti. Hörður vildi ekki upplýsa í samtali við Vísi hvers vegna hnífur var notaður í stað tangar. Aðdragandi atviksins er sá að síðla kvölds 10. september síðaliðinn var Chaplas að týna dósir í miðborg Reykjavíkur þegar lögreglan stöðvar hann og sagðist þurfa að afhenda honum bréf frá Útlendingastofnun þess efnis að hann hefði dvalið í landinu ólöglega í um sjö mánaða skeið og við því yrði að bregðast. Var honum tjáð að um formsatriði væri að ræða sem tæki ekki nema nokkrar mínútur að afgreiða. Menka samþykkti að fara með lögregluna á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem honum var tilkynnt eftir skamma dvöl að hann væri handtekinn. Chaplas fékk ekki að vita ástæðu handtökunar og vildi Hörður Jóhannesson ekki upplýsa í samtali við Vísi í september síðastliðnum hvers vegna Chaplas var handtekinn.
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Segir áverkana hafa verið óhapp "Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri. 24. september 2014 13:33 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45
Segir áverkana hafa verið óhapp "Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri. 24. september 2014 13:33