Talsmaður Wikileaks furðar sig á framgöngu Valitors Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. janúar 2015 08:18 Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. Valitor hf. hefur ekki viljað semja um skaðabætur til handa tveimur félögum, Datacell og Sunshine Press Productions sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir samtökin Wikileaks. Með dómi Hæstaréttar frá árinu 2013 var sú ákvörðun Valitors að loka greiðslugátt fyrir söfnun styrktarfjár handa Wikileaks með greiðslukortum dæmd ólögmæt. Síðan þá hafa félögin tvö og Valitor greint á um skaðabætur. Við skoðun ársreikninga félaganna kom í ljós að þau höfðu engar tekjur á síðustu árum. Ekki heldur á þeim tíma er greiðslugáttin var opin. Valitor lítur svo á að engu tjóni sé til að dreifa úr því félögin geti ekki sýnt fram á neinar tekjur. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir skýringuna felast í því að styrkirnir bárust ekki fyrr en síðar, utan rekstrarárs birtra ársreikninga. Þess vegna séu tekjurnar ekki tilgreindar. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ segir Kristinn. Kristinn segist furða sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks með lokun greiðslugáttarinnar. „Ég sé ekki hvaða hagsmuni Valitor hefur af því að ganga svona hart fram í þessu og tefja málið út í hið óendanlega því það liggur fyrir dómur þarna.“ Tengdar fréttir Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir að styrkir til samtakanna hafi ekki borist fyrir en síðar og því sé þeirra ekki getið í ársreikningum félags sem annaðis söfnun styrkjanna. Hann segir aðalatriði málsins að VISA á Íslandi hafi ekki sýnt neinn vilja til að greiða samtökunum bætur fyrir lögbrot sín. Valitor hf. hefur ekki viljað semja um skaðabætur til handa tveimur félögum, Datacell og Sunshine Press Productions sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir samtökin Wikileaks. Með dómi Hæstaréttar frá árinu 2013 var sú ákvörðun Valitors að loka greiðslugátt fyrir söfnun styrktarfjár handa Wikileaks með greiðslukortum dæmd ólögmæt. Síðan þá hafa félögin tvö og Valitor greint á um skaðabætur. Við skoðun ársreikninga félaganna kom í ljós að þau höfðu engar tekjur á síðustu árum. Ekki heldur á þeim tíma er greiðslugáttin var opin. Valitor lítur svo á að engu tjóni sé til að dreifa úr því félögin geti ekki sýnt fram á neinar tekjur. Kristinn Hrafnsson talsmaður Wikileaks segir skýringuna felast í því að styrkirnir bárust ekki fyrr en síðar, utan rekstrarárs birtra ársreikninga. Þess vegna séu tekjurnar ekki tilgreindar. „Þessir litlu fjármunir sem komu þarna inn, þessa fáu klukkutíma sem Valitor leyfði þessu að vera opið áður en þeir skelltu í lás með ólögmætum hætti eins og Hæstiréttur komst að fyrir tæpum tveimur árum, var ekkert skilað inn í Wikileaks fyrr en löngu síðar. Var þá bara á vörslureikningi,“ segir Kristinn. Kristinn segist furða sig á framgöngu Valitors og lögmanns fyrirtækisins. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að semja um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem Valitor olli Wikileaks með lokun greiðslugáttarinnar. „Ég sé ekki hvaða hagsmuni Valitor hefur af því að ganga svona hart fram í þessu og tefja málið út í hið óendanlega því það liggur fyrir dómur þarna.“
Tengdar fréttir Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09 Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45 „Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Gera kröfu vegna Wikileaks styrkja en engar tekjur í bókhaldi Engra tekna er getið í ársreikningum félaga sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir uppljóstrunarsíðuna Wikileaks en þessi félög hafa gert milljarða króna skaðabótakröfu á hendur VISA á Íslandi vegna lokunar á greiðslugátt. Ekki liggur fyrir hvað varð um styrkina. 19. janúar 2015 19:09
Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum. 16. janúar 2015 18:45
„Krafa um gjaldþrotaskipti setur alla starfsemi Valitor hf. í uppnám“ Sigurður G. Guðjónsson lögmaður Valitors vildi gera Sveinn Andra Sveinsson lögmann Datacell persónulega ábyrgan fyrir tjóni sem Valitor yrði fyrir vegna kröfu um gjaldþrotaskipti. 19. janúar 2015 09:57