Google fjárfestir í SpaceX Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Elon Musk stofnaði SpaceX. VÍSIR/AP/AFP Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala. Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala.
Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45