Viðskipti innlent

Markaðurinn í dag: Samanlögð velta 118 milljarðar

Samanlögð árleg velta þriggja stærstu aðila á matvörumarkaði nemur 118 milljörðum og hagnaðurinn er rétt undir fjórum milljörðum. Þetta kemur fram í umfjöllun Markaðarins um matvörumarkaðinn. Hagnaður Haga verslana er sexfaldur á við Kaupás, sem er næstur að stærð. Stjórnendur Kaupáss útiloka ekki að skrá fyrirtækið á markað með tímanum.

Svava Johansen, forstjóri NTC fataverslananna, segir að fríverslunarsamningurinn við Kína nýtist ekki litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Svava kaupir föt í gegnum Evrópu og það þarf að gera frekari tollabreytingar svo fataverslunin þrífist.

Umsvif Creditinfo aukast með samningi sem gerður hefur verið um mijðlun fjárhagsupplýsinga i Vesturafríska myntbandalaginu.

Svipmyndin er af Pétri Thor Gunnarssyni, nýjum markaðsstjóra Freyju, og Skjóðan og Stjórnarmaðurinn eru á sínum stað. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×