Lífið

Gaman að læra ný lög

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan unga "Ég æfði lagið fimm sinnum á dag vikuna fyrir þjóðhátíð,“ segir Sigurrós Ásta
Söngkonan unga "Ég æfði lagið fimm sinnum á dag vikuna fyrir þjóðhátíð,“ segir Sigurrós Ásta Vísir/Ernir
Sigurrós Ásta kveðst hafa ákveðið að taka þátt í söngkeppni barnanna á Þjóðhátíð og valið lagið Í réttu ljósi, sem er úr Ávaxtakörfunni.



„Ég æfði lagið fimm sinnum á dag vikuna fyrir þjóðhátíð,“ segir hún og er ánægð yfir að hafa unnið.

Hún kveðst ekki hafa sungið opinberlega áður nema á litlum tónleikum í söngskólanum sínum, Söngskóla Maríu Bjarkar, en segist ekkert hafa verið stressuð þegar hún fór upp á sviðið í Herjólfsdal.

„Ég er ekkert feimin,“ útskýrir Sigurrós Ásta sem syngur mikið dags daglega. „Ég syng mjög mikið því mér finnst það svo skemmtilegt og gaman að læra ný lög.“



Á sviðinu Sigurrós Ásta var öryggið uppmálað þegar hún flutti lagið fyrir þúsundir hátíðargesta.Vísir/Vilhelm
En fer hún oft til Eyja? „Nei, ekkert oft en ég er mikið þar á sumrin. Ég fór þrisvar þangað í sumar og ég fer alltaf á Þjóðhátíð.“

En hvernig finnst henni að ferðast í skipi? „Það er mjög gaman að vera uppi í glugga að horfa út á sjó og svo fæ ég oft ís í skipinu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×