Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 10:38 Tjaldið liggur nú niðri en SHÍ ætlar sér að finna annað tjald svo halda megi Októberfest í ár. vísir/vilhelm Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015 Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05