Hef ennþá hraðann, sem betur fer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2015 07:00 Logi var óhræddur að ráðast á serbnesku vörnina í gær. vísir/valli Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Logi Gunnarsson lék í gær sinn 49. Evrópuleik fyrir íslenska körfuboltalandsliðið og mun spila fimmtugasta leikinn fyrstur allra á móti Spánverjum í dag. Logi bætti met Herberts Arnarsonar í gær og hélt upp á tímamótin með mjög flottum leik. Það gekk ekki eins vel hjá liðinu sem fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu. Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum með samtals 13 stigum tapaði liðið með 29 stigum á móti Serbum í Berlín í gær. „Ég var rosalega hreykinn af okkur í fyrri hálfleik, hvað við spiluðum góða vörn á þá. Það var bara tíu stiga munur og við vorum ekki að hitta vel. Þjálfarinn okkar sagði við okkur í hálfleik að þeir hafi verið heppnir að vera yfir í leiknum,“ segir Logi. Íslenska liðið hitti aðeins úr 32 prósentum skota sinna en var samt bara 10 stigum undir, 42-32. „Við fengum þá til að tapa fimmtán boltum í fyrri hálfleiknum sem er frábært. Það eru ekki margir sem gera það við Serbana. Seinni hálfleikurinn var bara of erfiður. Ef þú átt ekki toppleik á móti þeim þá áttu ekki möguleika því þeir koma bara með jafn góða leikmenn inn af bekknum,“ segir Logi um seinni hálfleikinn sem tapaðist 51-32. „Ég var ánægður með það hvernig við börðumst þó að við höfum tapað með miklum mun. Ég er stoltur af okkur og við förum í næsta leik alveg eins of við fórum í fyrri hálfleikinn á móti Serbunum. Kannski náum við tveimur góðum svoleiðis hálfleikjum og þá veit maður ekki hvað gerist, sérstaklega ef við hittum vel,“ segir Logi. Íslenska liðið á eftir tvo leiki í mótinu, á móti Spáni í kvöld og svo á móti Tyrklandi á fimmtudaginn. „Það er nóg eftir og við ætlum að njóta þess að vera hérna. Við ætlum ekki bara að vera með því við ætlum að fara í þessa leiki til að vinna þá. Við förum bara kokhraustir á móti Spánverjunum á morgun (í dag),“ sagði Logi.Logi setti niður fjóra þrista í sjö tilraunum.vísir/valliMargir eldri leikmenn íslenska liðsins voru þreytulegir í gær en Logi var léttur á fæti þrátt fyrir að vera elsti maður liðsins. „Þetta er rosalega erfitt og mikið álag en þá þarf maður bara að hugsa vel um líkama sinn og borða vel. Fara í sjúkraþjálfun og teygja,“ segir Logi en lykilmenn eins og Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru líka komnir vel inn á fertugsaldurinn. „Við þurfum að passa þetta allt saman því það er mikið álag á okkur. Við erum ekki 25 ára lengur en við kannski lítum ágætlega út,“ segir Logi í léttum tón. Logi var áræðinn í gær og hitti einnig vel úr þriggja stiga skotunum. „Ég ákvað að fara inn í leikinn eins og ég gerði í fyrstu tveimur leikjunum sem var að vaða á hringinn og nota hraðann sem ég hef ennþá. Þó að ég sé orðinn 34 ára þá hef ég ennþá hraðann, sem betur fer. Ég ætla að njóta þess á meðan ég hef hann ennþá. Maður veit víst aldrei hvenær fer að hægjast á manni,“ segir hann. Logi náði metinu hans Herberts í gær og komst líka fram úr Teiti Örlygssyni. Hann fer síðan fram úr Jóni Sigurðssyni á fimmtudaginn og verður þá orðinn sjötti leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. „Það er ekki amalegt að fara fram úr þeim,“ segir Logi að lokum.Flestir leikir fyrir Ísland í Evrópukeppni: Logi Gunnarsson 49 Herbert Arnarson 48 Friðrik Stefánsson 47 Guðmundur Bragason 45 Jón Arnór Stefánsson 43 Falur Harðarson 41 Teitur Örlygsson 37 Helgi Már Magnússon 36 Hlynur Bæringsson 35 Jakob Örn Sigurðarson 32 Páll Axel Vilbergsson 32 Guðjón Skúlason 32
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00 Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45 Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Við erum ekkert saddir Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni. 9. september 2015 06:00
Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu. 9. september 2015 11:45
Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum. 9. september 2015 10:45
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum