Hafa sýnt tvær heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefni myndanna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 11:20 Skarphéðinn segir að myndin um Búrfellsvirkjun hafi verið meðhöndluð eins og allt annað dagskrárefni. RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“ Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
RÚV sendi í gær út heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun. Ekki kom fram í neinum dagskrárkynningum eða sjálfri dagskránni að myndin hafi verið framleidd af eiganda virkjunarinnar sem fjallað var um. Þetta er ekki einsdæmi því í síðasta mánuði sýndi RÚV heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar eiga það sameiginlegt að hafa sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi.Á 29 mínútu, lokamínútu myndarinnar um Búrfellsvirkjun, kemur fram að myndin hafi verið gerð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar.Mynd/RÚVHefð að segja frá í kreditlista Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, segir aðspurður um af hverju þess hafi hvergi verið getið í dagskrárkynningum RÚV að myndirnar tvær hafi verið kostaðar, að hluta hið minnsta, af umfjöllunarefninu sjálfu að hefð hafi skapast fyrir því að greina frá upplýsingum sem þessum í kreditlista dagskrárliðanna. „Við meðhöndluðum umrædda heimildarmynd um Búrfellsvirkjun eins og allar aðrar heimildarmyndir og þáttaraðir sem okkur bjóðast til kaupa með sama faglega hættinum, einnig þær sem hafa verið fjármagnaðar eða hlotið styrk, að hluta eða öllu leyti frá fyrirtækjum eða stofnunum,“ segir hann í skriflegu svari til fréttastofu.Á lokasekúndum kreditlista vegna heimildaþáttar RÚV um garðyrkju kemur fram að myndin hafi verið unnin í samstarfi við Samband garðyrkjubænda.Mynd/RÚV„Við ákvörðun á kaup á sýningarrétti og val á efni til sýningar metum við mjög vandlega hvort það eigi erindi á RÚV, hvort það uppfyllti þær kröfur sem við gerum um nálgun og efnistök – og teljum að myndin um Búrfellsvirkjum hafi gert það,“ segir hann. RÚV greiddi fyrir sýningarrétt á kvikmyndinni um Búrfellsvirkjun og garðyrkjuþáttinn. Ekki algengt Skarphéðinn segir að það heyri til undantekninga að myndir á RÚV séu framleiddar eða fjármagnaðar af umfjöllunarefni sínu. „En kemur þó óhjákvæmilega fyrir hjá RÚV eins og öðrum sjónvarpsstöðvum að keypt er efni til sýningar af sjálfstæðum framleiðendum sem að hluta er fjármagnað af fyrirtækjum og/eða stofnunum og förum þá ætíð fram á að þess sé getið og þá jafnan í kreditlista,“ segir hann. „Það efni er þá skoðað og metið sérstaklega með það í huga.“
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira