Skynsamleg viðbrögð? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. Án þess að ég telji mig þess umkomna að meta hvað gerðist í þessum harmleik vil ég benda á nokkur mikilvæg atriði. Það er löngu tímabært að lögregla, saksóknari og dómarar átti sig á að þegar þeir leggja mat á trúverðugleika fólks er hyggjuviti þeirra takmörk sett. Þekking á lögum gerir fólk ekki sérfrótt um mannlega hegðun en hvors tveggja er þörf þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Það eru til dæmis alvarleg mistök að ganga út frá þeirri forsendu að fólk í áfalli hegði sér á tiltekinn hátt. Þannig er óforsvaranlegt að ráða af atferli stúlkunnar af upptöku úr eftirlitsmyndavél að hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegu broti. Jafn fjarstæðukennt er að ætla að gerendur og þolendur hegði sér skynsamlega í kjölfar nauðgunar. Eftir nauðgun er mjög algengt að báðir aðilar láti eins og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti. Gerandi afneitar ábyrgð og sektarkennd en þolandi afneitar vitneskju sem er til þess fallin að valda honum óöryggi eða ótta. Þess vegna getur hann spjallað við nauðgara sinn í síma eða á Facebook og talað af léttúð um það sem gerðist. Að draga þá ályktun að ekkert saknæmt hafi gerst vegna þess að þolandi sýnir af sér „venjulega“ hegðun er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar maður leggur mat á hegðun og ætlun annarra er lykilatriði að vera meðvitaður um þætti sem hafa áhrif á samkennd sína svo sem kyn, aldur, persónuleika, gildismat, reynslu og þjóðfélagsstöðu. Við lestur dómsins velti ég fyrir mér hvar samkennd dómara lá en þar stendur meðal annars: „framburður ákærðu sé trúverðugur og hefur hver þeirra um sig greint HREINSKILNISLEGA frá“ (leturbreyting mín). Vitnisburður stúlkunnar „hefur verið breytilegur um sumt“ og „hún mundi sumt illa“. Minnisleysi og reikull framburður kemur engum á óvart sem hefur starfað með fólki í kjölfar áfalla en í dómnum sýnist mér hvort tveggja vera talið renna stoðum undir það mat að hún sé ótrúverðug.Er hægt að læra af öðrum? Helena Kennedy, breskur málafærslumaður og sérfræðingur í mannréttindalögum, barðist árum saman fyrir því að fá geðlækna, sálgreina og sálfræðinga inn í réttarsal til að varpa ljósi á flókin og margbrotin tengsl og samskipti brotaþola og gerenda. Viðkvæðið var gjarnan að dómarar gerðu sér fulla grein fyrir því að það væri ekki gott að vera barinn eða misþyrmt kynferðislega, það þyrfti ekki sérfræðinga til að útskýra slíkt. Samt héldu spurningar á borð við þessar áfram að skjóta upp kollinum: „Af hverju fórstu ekki frá manninum ef hann var svona vondur við þig?“ „Af hverju sagðirðu ekki foreldrum þínum, kennara eða lögreglunni frá því að þú hefðir verið beitt kynferðislegu ofbeldi, ef það gerðist þá yfirleitt?“ Kennedy segir að smám saman sé ný kynslóð dómara að átta sig á hversu margslungin ofbeldissambönd séu. Greina megi meiri vilja til að líta undir yfirborð hlutanna og leita skilnings á hegðun sem oft á tíðum sé óskiljanleg fyrir sérfræðinga í lögum. Því miður virðast íslenskir dómarar standa í þeirri trú að þeir séu fullfærir um að meta hvað megi teljast eðlileg viðbrögð fólks. Ég veit ekki hvort þeir óttist hlutdrægni sérfræðinga en þeir sem hafa haldgóða menntun á þessu sviði draga ekki taum ákveðinna hópa. Má í því sambandi benda á rannsóknir Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í London, sem urðu til þess að ógilda sakfellingar sem voru byggðar á hegðun sem dómurum þótti fjarstæðukennd á sínum tíma; fólk játaði á sig glæpi sem það var saklaust af. Hversu skynsamlegt er það? Ef dómar um sýknu og sekt í kynferðisbrotamálum endurspegluðu veruleikann væri rökrétt að draga þá ályktun að kynferðisbrot væru afar sjaldgæf og að þeir sem kærðu þau segðu sjaldnar satt en meintir gerendur. Ef það er ríkjandi skoðun meðal dómara skil ég stöðuna í dag. Ef þeir eru ósammála þeirri ályktun þætti mér eðlilegt að þeir færu fremstir í flokki við að beita sér fyrir umbótum á réttarkerfinu. Starfstétt sem kemst ítrekað að jafnumdeildum niðurstöðum og raun ber vitni hlýtur að vera mjög áhyggjufull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega voru fimm piltar sýknaðir af ákæru um að nauðga skólasystur sinni. Ekki leikur vafi á að kynmök hafi átt sér stað heldur hvort stúlkan hafi verið þeim samþykk. Stúlkan kærir ofbeldi en piltarnir lýsa hversu gröð hún hafi verið í þá alla, helst sem flesta í einu. Án þess að ég telji mig þess umkomna að meta hvað gerðist í þessum harmleik vil ég benda á nokkur mikilvæg atriði. Það er löngu tímabært að lögregla, saksóknari og dómarar átti sig á að þegar þeir leggja mat á trúverðugleika fólks er hyggjuviti þeirra takmörk sett. Þekking á lögum gerir fólk ekki sérfrótt um mannlega hegðun en hvors tveggja er þörf þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Það eru til dæmis alvarleg mistök að ganga út frá þeirri forsendu að fólk í áfalli hegði sér á tiltekinn hátt. Þannig er óforsvaranlegt að ráða af atferli stúlkunnar af upptöku úr eftirlitsmyndavél að hún hafi ekki orðið fyrir alvarlegu broti. Jafn fjarstæðukennt er að ætla að gerendur og þolendur hegði sér skynsamlega í kjölfar nauðgunar. Eftir nauðgun er mjög algengt að báðir aðilar láti eins og allt hafi farið fram með eðlilegum hætti. Gerandi afneitar ábyrgð og sektarkennd en þolandi afneitar vitneskju sem er til þess fallin að valda honum óöryggi eða ótta. Þess vegna getur hann spjallað við nauðgara sinn í síma eða á Facebook og talað af léttúð um það sem gerðist. Að draga þá ályktun að ekkert saknæmt hafi gerst vegna þess að þolandi sýnir af sér „venjulega“ hegðun er fullkomlega óforsvaranlegt. Þegar maður leggur mat á hegðun og ætlun annarra er lykilatriði að vera meðvitaður um þætti sem hafa áhrif á samkennd sína svo sem kyn, aldur, persónuleika, gildismat, reynslu og þjóðfélagsstöðu. Við lestur dómsins velti ég fyrir mér hvar samkennd dómara lá en þar stendur meðal annars: „framburður ákærðu sé trúverðugur og hefur hver þeirra um sig greint HREINSKILNISLEGA frá“ (leturbreyting mín). Vitnisburður stúlkunnar „hefur verið breytilegur um sumt“ og „hún mundi sumt illa“. Minnisleysi og reikull framburður kemur engum á óvart sem hefur starfað með fólki í kjölfar áfalla en í dómnum sýnist mér hvort tveggja vera talið renna stoðum undir það mat að hún sé ótrúverðug.Er hægt að læra af öðrum? Helena Kennedy, breskur málafærslumaður og sérfræðingur í mannréttindalögum, barðist árum saman fyrir því að fá geðlækna, sálgreina og sálfræðinga inn í réttarsal til að varpa ljósi á flókin og margbrotin tengsl og samskipti brotaþola og gerenda. Viðkvæðið var gjarnan að dómarar gerðu sér fulla grein fyrir því að það væri ekki gott að vera barinn eða misþyrmt kynferðislega, það þyrfti ekki sérfræðinga til að útskýra slíkt. Samt héldu spurningar á borð við þessar áfram að skjóta upp kollinum: „Af hverju fórstu ekki frá manninum ef hann var svona vondur við þig?“ „Af hverju sagðirðu ekki foreldrum þínum, kennara eða lögreglunni frá því að þú hefðir verið beitt kynferðislegu ofbeldi, ef það gerðist þá yfirleitt?“ Kennedy segir að smám saman sé ný kynslóð dómara að átta sig á hversu margslungin ofbeldissambönd séu. Greina megi meiri vilja til að líta undir yfirborð hlutanna og leita skilnings á hegðun sem oft á tíðum sé óskiljanleg fyrir sérfræðinga í lögum. Því miður virðast íslenskir dómarar standa í þeirri trú að þeir séu fullfærir um að meta hvað megi teljast eðlileg viðbrögð fólks. Ég veit ekki hvort þeir óttist hlutdrægni sérfræðinga en þeir sem hafa haldgóða menntun á þessu sviði draga ekki taum ákveðinna hópa. Má í því sambandi benda á rannsóknir Gísla Guðjónssonar, réttarsálfræðings í London, sem urðu til þess að ógilda sakfellingar sem voru byggðar á hegðun sem dómurum þótti fjarstæðukennd á sínum tíma; fólk játaði á sig glæpi sem það var saklaust af. Hversu skynsamlegt er það? Ef dómar um sýknu og sekt í kynferðisbrotamálum endurspegluðu veruleikann væri rökrétt að draga þá ályktun að kynferðisbrot væru afar sjaldgæf og að þeir sem kærðu þau segðu sjaldnar satt en meintir gerendur. Ef það er ríkjandi skoðun meðal dómara skil ég stöðuna í dag. Ef þeir eru ósammála þeirri ályktun þætti mér eðlilegt að þeir færu fremstir í flokki við að beita sér fyrir umbótum á réttarkerfinu. Starfstétt sem kemst ítrekað að jafnumdeildum niðurstöðum og raun ber vitni hlýtur að vera mjög áhyggjufull.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun