Gasmengun gæti farið að aukast á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 2. febrúar 2015 19:13 Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga vegna gossins í Holuhrauni. Vísir/EgillAðalsteinsson Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson. Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Gasmengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni mældist víða á Austurlandi um helgina en aukin mengun fylgir bæði hlýnandi veðri og minni virkni í eldstöðinni. Starfsfólk almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Landlæknisembættisins funda með íbúum í Fjarðarbyggð næstu daga um áhrif gossins. Nokkur mengun hefur mælst á Austurlandi síðustu daga. „ Hún mældist á Austurlandi dálítil í gær og á laugardaginn. Núna eru sem sagt líkur á því, bæði er krafturinn í gosinu heldur minni og svo ef það fer að hlýna, þá megi búast við því að þetta leiti meira með jörðinni og eftir ríkjandi vindáttum með jörðu og þar af leiðandi förum við aftur að sjá einhverja toppa. Við höfum auðvitað áhyggjur af þessu og erum búin að vera að fara yfir þessi mál og erum að vinna núna með gaslíkan sem Veðurstofan var að skila til okkar fyrir helgina með spá fyrir vorið og sumarið,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögrelgustjóra. Gasmenguninni hefur fylgt aukning á öndunarfæraeinkennum um allt land. Langtímaáhrif brennisteinsdíoxíðs, sem er það gas sem kemur frá gosstöðvunum, hafa lítið verið rannsökuð. Þessa dagana eru tvær umfangsmiklar rannsóknir að hefjast á vegum Landslæknisembættisins þar sem áhrif gossins á landsmenn eru skoðuð. Næstu daga funda svo starfsmenn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Landlæknisembættisins og fleiri stofnana með íbúum í Fjarðarbyggð þar sem áhrif gossins verða rædd en íbúar þar hafa fundið vel fyrir gasmenguninni. „ Við fáum mjög reglulega tilkynningar um að fólk finnur fyrir óþægindum, “ segir Víðir Reynisson.
Tengdar fréttir Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Holuhraun í beinni í Good Morning America Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. 30. janúar 2015 15:45
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00