Íslenski boltinn

Geir fær mótframboð frá FH-ingi ársins 2014

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Þorsteinsson og Jónas Ýmir Jónasson.
Geir Þorsteinsson og Jónas Ýmir Jónasson. vísir/stefán/facebook
Geir Þorsteinsson fær samkeppni um formannsstöðuna hjá Knattspyrnusambandi Íslands þegar kosið verður á ársþingi sambandsins annan laugardag.

Jónas Ýmir Jónasson, 38 ára gamall Hafnfirðingur, hefur boðið sig fram í kjöri til formanns og verður kosið á milli hans og sitjandi formanns 14. febrúar.

Sjá einnig:Geir vill meir: Formaðurinn og allir hinir bjóða sig aftur fram

Jónas Ýmir er mikill FH-ingur eins og kemur fram í ferilskrá hans, en hann var kjörinn FH-ingur ársins í fyrra og lýsir knattspyrnuleikjum liðsins í netútvarpi þess.

Hann starfar í Suðurbæjarsundlaug en hóf starfsferilinn 1992 á leikjanámskeiði FH. Hann segist fljótur að læra og komast inn í hlutina, vinnur vel með öðrum og er góður liðsmaður á vinnustað. Þá er hann heiðarlegur, hreinskilinn og jákvæður.

Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×