Lífið

Trúleysinginn Stephen Fry svarar því hvað hann myndi segja við Guð

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Stephen Fry vandaði guði kristinna manna ekki kveðjurnar.
Stephen Fry vandaði guði kristinna manna ekki kveðjurnar.
Hinn annálaði trúleysingi Stephen Fry var spurður af því hvað hann myndi segja við Guð, ef hann væri til. Spurninguna fékk Fry í viðtali fyrir þáttinn The Meaning of Life sem sjónvarpsmaðurinn Gay Byrne framleiðir fyrir írska ríkissjónvarpið. Þátturinn var sýndur í gærkvöldi.

Fry var ekkert að skafa af hlutunum og kallaði Guð grimmúðlegan. Hann sagði að ef hann kæmi til himna og Guð væri til þá myndi hann ekki vilja komast í himnaríki. Fry sagðist bera meiri virðingu fyrir grisku guðunum, sem þóttust ekki vera fullkomnir eins og guð kristinna.

„Hvers konar guð er það, sem lætur fólk tilbiðja sig á hnjánum?"

Hér að neðan má sjá svar Fry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×