Svona semja ekki iðjuleysingjar Jónas Sen skrifar 2. febrúar 2015 12:00 Tónsmíð eftir Snorra Birgisson, The Drift of Melancholy, kom vel út. Visir/Stefán Caput hópurinn á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 30. janúar. Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlf Inga Haraldsson og Snorra S. Birgisson.Ég sagði sumu fólki frá því að ég ætlaði á Myrka músíkdaga um helgina. Ég fékk skrýtin viðbrögð. Menn ranghvolfdu í sér augunum. Ég átti tvo boðsmiða en vinir mínir voru grunsamlega uppteknir. Þetta var einkennilegt, vegna þess að það er svo spennandi að heyra nýja tónlist. Hægt er að umorða það sem Forrest Gump sagði: Myrkir músíkdagar eru eins og konfektkassi; maður veit aldrei hvað maður fær. Sumir molarnir eru vissulega vondir, en aðrir eru gómsætir og það er leiðinlegt að missa af þeim. Molarnir smökkuðust ágætlega á föstudagskvöldið. Þeir voru bornir fram af Caput hópnum. Fyrsti molinn var eftir Atla Heimi Sveinsson. Hann var reyndar ekki nýr heldur frá 1961 og bar nafnið Impressionen. Annar moli nefndist Expressionen og var árinu yngri. Tónlistin var í kunnuglegum stíl. Allir hljómarnir voru ómstríðir, laglínurnar aðallega brotakenndar hendingar, hrynjandin óregluleg. Hriflu-Jónas þoldi ekki svona afstrakt list. Hann sagðu að hún væri sköpuð af iðjuleysingjum. Það er ekki rétt. Tónlist Atla var sannanlega afstrakt, en hún var gríðarlega flott samansett. Það var sífellt eitthvað að gerast. Grunnhugmyndirnar fór í gegnum allskonar umbreytingar sem voru afar spennandi. Hápunktarnir voru snarpir og áhrifamiklir. Engin leti þar! Leikur Caput hópsins, undir stjórn Guðna Franzsonar, var samtaka, líflegur og markviss. Sérstaklega verður að nefna stórbrotinn píanóeinleikshluta sem Helga Bryndís Magnúsdóttir hristi fram úr erminni eins og ekkert væri. Næst á dagskránni var Memoria fyrir píanó og kammersveit eftir Úlf Inga Haraldsson. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari var í aðalhlutverki. Eins og sagði í tónleikaskránni þá samanstóð tónlistin af „músíkölskum minningum“. Mismunandi stíla bar fyrir eyru, sem voru skemmtilega nostalgískir. Þessir stílar gerðu verkið ekki sundurlaust; þvert á móti mynduðu þeir sterka, listræna heild. Mögulega batt krefjandi píanóparturinn ólíka þætti saman. Það var eitthvað draumkennt við hann, sama hvaða stíll sveif yfir vötnum. Tinna leysti hlutverk sitt prýðilega af hendi. Leikur hennar var skýr, yfirvegaður og dálítið innhverfur. Leikur hinna hljóðfæraleikaranna undir stjórn Guðna var sömuleiðis fínn. Tónsmíð eftir Snorra S. Birgisson, The Drift of Melancholy, kom líka vel út. Þar steig á svið Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og söng þrjú ljóð eftir Mary Jo Salter. Snorri sjálfur hélt á tónsprotanum. Tónlistin var þéttofin, hvert einasta orð var tónskáldinu tilefni til allskonar útúrdúra, mismunandi hljómasamsetninga, hendinga og undirlaglína í hljómsveitinni. Fyrst virkaði tónlistin reyndar eilítið ofhlaðin. En svo gekk hún fullkomlega upp. Mismunandi litir runnu saman í einlitt, dularfullt, tilkomumikið tónamistur sem var áhrifaríkt. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Í konfektkassanum hans Forrest Gump að þessu sinni var bara fínt konfekt! Fólkið sem ranghvolfdi í sér augunum þegar það heyrði minnst á Myrka músíkdaga missti af miklu.Niðurstaða: Áhugaverð tónlist, magnaður flutningur. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Caput hópurinn á Myrkum músíkdögum í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 30. janúar. Verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Úlf Inga Haraldsson og Snorra S. Birgisson.Ég sagði sumu fólki frá því að ég ætlaði á Myrka músíkdaga um helgina. Ég fékk skrýtin viðbrögð. Menn ranghvolfdu í sér augunum. Ég átti tvo boðsmiða en vinir mínir voru grunsamlega uppteknir. Þetta var einkennilegt, vegna þess að það er svo spennandi að heyra nýja tónlist. Hægt er að umorða það sem Forrest Gump sagði: Myrkir músíkdagar eru eins og konfektkassi; maður veit aldrei hvað maður fær. Sumir molarnir eru vissulega vondir, en aðrir eru gómsætir og það er leiðinlegt að missa af þeim. Molarnir smökkuðust ágætlega á föstudagskvöldið. Þeir voru bornir fram af Caput hópnum. Fyrsti molinn var eftir Atla Heimi Sveinsson. Hann var reyndar ekki nýr heldur frá 1961 og bar nafnið Impressionen. Annar moli nefndist Expressionen og var árinu yngri. Tónlistin var í kunnuglegum stíl. Allir hljómarnir voru ómstríðir, laglínurnar aðallega brotakenndar hendingar, hrynjandin óregluleg. Hriflu-Jónas þoldi ekki svona afstrakt list. Hann sagðu að hún væri sköpuð af iðjuleysingjum. Það er ekki rétt. Tónlist Atla var sannanlega afstrakt, en hún var gríðarlega flott samansett. Það var sífellt eitthvað að gerast. Grunnhugmyndirnar fór í gegnum allskonar umbreytingar sem voru afar spennandi. Hápunktarnir voru snarpir og áhrifamiklir. Engin leti þar! Leikur Caput hópsins, undir stjórn Guðna Franzsonar, var samtaka, líflegur og markviss. Sérstaklega verður að nefna stórbrotinn píanóeinleikshluta sem Helga Bryndís Magnúsdóttir hristi fram úr erminni eins og ekkert væri. Næst á dagskránni var Memoria fyrir píanó og kammersveit eftir Úlf Inga Haraldsson. Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari var í aðalhlutverki. Eins og sagði í tónleikaskránni þá samanstóð tónlistin af „músíkölskum minningum“. Mismunandi stíla bar fyrir eyru, sem voru skemmtilega nostalgískir. Þessir stílar gerðu verkið ekki sundurlaust; þvert á móti mynduðu þeir sterka, listræna heild. Mögulega batt krefjandi píanóparturinn ólíka þætti saman. Það var eitthvað draumkennt við hann, sama hvaða stíll sveif yfir vötnum. Tinna leysti hlutverk sitt prýðilega af hendi. Leikur hennar var skýr, yfirvegaður og dálítið innhverfur. Leikur hinna hljóðfæraleikaranna undir stjórn Guðna var sömuleiðis fínn. Tónsmíð eftir Snorra S. Birgisson, The Drift of Melancholy, kom líka vel út. Þar steig á svið Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran og söng þrjú ljóð eftir Mary Jo Salter. Snorri sjálfur hélt á tónsprotanum. Tónlistin var þéttofin, hvert einasta orð var tónskáldinu tilefni til allskonar útúrdúra, mismunandi hljómasamsetninga, hendinga og undirlaglína í hljómsveitinni. Fyrst virkaði tónlistin reyndar eilítið ofhlaðin. En svo gekk hún fullkomlega upp. Mismunandi litir runnu saman í einlitt, dularfullt, tilkomumikið tónamistur sem var áhrifaríkt. Þetta voru skemmtilegir tónleikar. Í konfektkassanum hans Forrest Gump að þessu sinni var bara fínt konfekt! Fólkið sem ranghvolfdi í sér augunum þegar það heyrði minnst á Myrka músíkdaga missti af miklu.Niðurstaða: Áhugaverð tónlist, magnaður flutningur.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira