Lífið

Leikstýrir þremur sýningum

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Ágústa Skúladóttir
Ágústa Skúladóttir Vísir/Stefán
Það er nóg um að vera hjá leikstjóranum Ágústu Skúladóttur en þrjú leikverk undir hennar leikstjórn eru nú í sýningu.

Ágústa leikstýrir Línu Langsokk og Öldinni okkar sem báðar eru sýndar í Borgarleikhúsinu, auk þess var sýningin Björt í sumarhúsi frumsýnd í gær í Kaldalóni í Hörpu.

En það var leikarinn Karl Ágúst Úlfsson sem benti á þetta á Facebook-síðu sinni í gær.

Meðal annarra leikstjórnarverka Ágústu má nefna Ástardrykkinn og Töfraflautuna hjá Íslensku óperunni og Ballið á Bessastöðum og Dýrin í Hálsaskógi hjá Þjóðleikhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×