Indiana Jones mun snúa aftur á hvíta tjaldið Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. maí 2015 23:21 Harrison Ford fékk hlutverk Indiana Jones árið 1981 en myndinni var leikstýrt af Steven Spielberg. Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Aðdáendur Indiana Jones geta glaðst því Kathleen Kennedy, forstjóri Lucasfilms sem á höfundaréttinn af kvikmyndunum, staðfesti í samtali við Vanity Fair að fyrirtækið muni framleiða nýja mynd um fornleifafræðinginn. Kennedy sagðist ekki vita hvenær hún myndi koma út og að vinna við handrit væri ekki hafin. Í raun vantar fyrsta skrefið – að finna sögu og ævintýri fyrir Jones. Þetta er í fyrsta sinn sem framhald myndanna er staðfest þrátt fyrir að sögusagnir um nýja mynd hafi verið í umræðunni síðan 2012. Þá keypti Disney Lucasfilms fyrir 3 milljarða Bandaríkjadala og þar með réttinn að bæði Indiana Jones og Star Wars. Indiana Jones hefur notið mikilla vinsælda síðan karakterinn steig fram á sjónarsviðið í kvikmyndinni Raiders of the Lost Ark árið 1981. Í kjölfarið komu út fjórar kvikmyndir um Jones en persónan hefur líka komið fram í bókum, teiknimyndasögum, tölvuleikjum og á sjónvarpsskjánum. Eins og kunnugt er hefur hann oftast verið leikinn af Harrison Ford. Ford er nú 72 ára gamall og gæti fengið tækifæri til að leika Jones á nýjan leik.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein