Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2015 22:37 Systkinin Janie, Petrit, Laura ásamt föður þeirra, Hasan. vísir/vilhelm Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi á fimmtudag. Þau segjast vilja bjóða hælisleitendur og flóttafólk velkomið, þar með talda Telati fjölskylduna, sem ekki fær hæli hér a landi. Gengið verður í gegnum hverfið og endar gangan í kirkjunni þar sem stuttir tónleikar verða haldnir og ungt fólk kveður sér hljóðs, meðal annars Laura Telati, nemi í Laugalækjaskóla. „Við viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu, við viljum ekki sjá óþarfa brottvísanir, við viljum ekki sjá Dyflinnarregluna (eða dyflissu-regluna eins og við köllum hana). Við viljum segja: Verið velkomin,“ segja krakkarnir sem standa fyrir viðburðinum á vef Laugarneskirkju. Þeir eru meðlimir í mannréttindahreyfingu á vegum kirkjunnar sem þau kalla „Breytendur á adrenalíni“.Greint var frá því í síðustu viku að albönsku fjölskyldunni, sem komst í fréttirnar á dögunum, hafi verið synjað um hæli hér á landi. Þau hafa verið búsett á Íslandi í um fjóra mánuði, en börnin þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju, sagðist í samtali við Stöð 2 í fyrradag slegin yfir ákvörðun Útlendingastofnunar. Heilt samfélag hafi búið sig undir að taka á móti fjölskyldunni og fréttirnar hefðu því komið sem þruma úr heiðskíru lofti. Gengið verður frá Frú Laugu við Laugalæk klukkan 19:30 á fimmtudagskvöldið. Nánar um viðburðinn hér. Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi á fimmtudag. Þau segjast vilja bjóða hælisleitendur og flóttafólk velkomið, þar með talda Telati fjölskylduna, sem ekki fær hæli hér a landi. Gengið verður í gegnum hverfið og endar gangan í kirkjunni þar sem stuttir tónleikar verða haldnir og ungt fólk kveður sér hljóðs, meðal annars Laura Telati, nemi í Laugalækjaskóla. „Við viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu, við viljum ekki sjá óþarfa brottvísanir, við viljum ekki sjá Dyflinnarregluna (eða dyflissu-regluna eins og við köllum hana). Við viljum segja: Verið velkomin,“ segja krakkarnir sem standa fyrir viðburðinum á vef Laugarneskirkju. Þeir eru meðlimir í mannréttindahreyfingu á vegum kirkjunnar sem þau kalla „Breytendur á adrenalíni“.Greint var frá því í síðustu viku að albönsku fjölskyldunni, sem komst í fréttirnar á dögunum, hafi verið synjað um hæli hér á landi. Þau hafa verið búsett á Íslandi í um fjóra mánuði, en börnin þrjú fengu ekki inngöngu í skóla fyrr en frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Laugarneskirkju, sagðist í samtali við Stöð 2 í fyrradag slegin yfir ákvörðun Útlendingastofnunar. Heilt samfélag hafi búið sig undir að taka á móti fjölskyldunni og fréttirnar hefðu því komið sem þruma úr heiðskíru lofti. Gengið verður frá Frú Laugu við Laugalæk klukkan 19:30 á fimmtudagskvöldið. Nánar um viðburðinn hér.
Tengdar fréttir Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56 Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00 Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22 Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14 Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Albanska fjölskyldan fær húsgögnin í dag Albanska fjölskyldan í Laugarneshverfi fær í dag að njóta góðs af velvild nágranna þeirra. 6. október 2015 12:56
Fjölskyldan fékk synjun um hæli Albönsk fjölskylda þarf að fara úr landi sem fyrst. Börnin eru nýbyrjuð í skóla í Laugarneshverfinu og eru alsæl. Foreldrarnir segjast ekki þurfa fjárhagsaðstoð, bara leyfi til að vinna og búa á Íslandi. 17. október 2015 07:00
Mikil reiði og sorg vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar Mikill fjöldi fólks hefur tjáð sig á Facebook og sveiflast milli þess að vera sorgmætt vegna brottvikningar albönsku fjölskyldunnar og svo reitt Útlendingastofnun. 17. október 2015 13:22
Albönsku börnin komin í skóla: Mikil gleði fyrsta skóladaginn Faðir þriggja albanskra barna, sem hingað til hafa ekki fengið skólavist í íslenskum grunnskólum, segir daginn í dag afar ánægjulegan, en í morgun byrjuðu börn hans loksins í skólanum. Yngsti sonur hans segir skemmtilegast að læra stærfræði og leika sér við aðra krakka. 5. október 2015 20:14
Gjafir og góðvild bárust ekki systkinum Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim. 1. október 2015 07:00