Grétar : Ég er betri en Rasmus og Skúli og mun sýna KR að það tók ranga ákvörðun Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2015 08:30 Grétar segir KR sjá á næsta ári að liðið gerði mistök með að láta hann fara. vísir/daníel Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR í Pepsi-deildinni undanfarin ár, samdi við Stjörnuna í síðustu viku og spilar í Garðabænum næstu tvö árin. Grétar hefur spilað með uppeldisfélagi sínu KR síðan 2008 þegar hann kom þangað frá Víkingi, en þessi hávaxni miðvörður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Vesturbæjarstórveldinu. „Þetta með Stjörnuna kom upp eftir að samningi mínum var sagt upp hjá KR. Þá höfðu mörg lið samband. Ég skoðaði allt sem kom upp á borð og tók svo ákvörðun með konunni um hvað væri best fyrir okkur. Bæði gagnvart okkur og fótboltaferli mínum,“ sagði Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn. „Ég hef gríðarlegan metnað enn þá. Mér fannst þetta skref skemmtilegast hvað varðar að vinna titla enda er ég alinn upp við það. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Mér fannst mestu möguleikarnir á að gera eitthvað í Stjörnunni,“ sagði hann.Grétar Sigfinnur segist vera betri en Rasmus Christiansen og Skúli Jón Friðgeirsson.vísir/andri marinóBetri en Rasmus og Skúli Jón Grétar ætlaði sér ekkert að yfirgefa KR. Hann vildi leggja skóna á hilluna í svörtu og hvítu treyjunni en af því verður ekki. „Þetta er félagið sem ég ólst upp í og mitt takmark var að enda ferilinn hjá KR og taka fleiri titla. Ég er bara þannig ,að ég legg mikið á mig til að vera í liðinu og mig langaði að vera aðeins lengur,“ sagði Grétar, en Bjarni Guðjónsson veðjaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jón Friðgeirsson í sumar. „Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur þannig það er bara eins og gerist í fótboltanum. Þetta er ekkert einsdæmi,“ sagði Grétar. Það var nokkuð ljóst á undirbúningstímabilinu að Rasmus og Skúli yrði aðal miðverðir KR, en samt kom aldrei til greina hjá Grétari að yfirgefa félagið fyrir tímabilið. Hann telur sig einfaldlega standa Skúla og Dananum framar. „Með fullri virðingu fyrir þeim báðum tel ég mig vera mikið betri miðvörð. Skúli er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og hefur verið það lengi. Við spiluðum lengi saman og áttum frábæra tíma saman í vörninni,“ sagði Grétar. „Bjarni þekkti okkur líka mjög vel þannig ég bjóst aldrei við öðru, en ef maður myndi sýna sig á æfingum þá myndi hann skoða það aftur. Ég hef held ég aldrei náð jafn vel saman með neinum varnarmanni og Skúla.“ „Sú hugsun kom því aldrei upp hjá mér þrátt fyrir að menn hafi verið að bjóða í mig fyrir tímabilið og í glugganum. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að byrja þessa leiki,“ sagði hann.Grétar Sigfinnur í leik gegn Breiðabliki í sumar þar sem KR hélt hreinu.vísir/stefánAllt undir næsta sumar Grétar meiddist reyndar á undirbúningstímabilinu og var ekki klár fyrr en í mars, en hann ætlaði sér einfaldlega að vinna sér inn stöðuna í liðinu. Hann segist vel meðvitaður um eigið ágæti og í hverju hann sé góður og hverju ekki. „Ég er þeirrar skoðunar að ég verði bara betri með árunum og ég legg bara meira á mig en aðrir. Það er mín hugsun. Ég er ekkert bestur í fótbolta og er ekki með þessa meðfæddu hæfileika. Ég er bara mikið í því að reyna að bæta minn leik og reyni að vera í betra formi en aðrir,“ sagði Grétar sem ætlar sér að senda Vesturbæingum skýr skilaboð á næsta tímabili. „Það er allt undir hjá mér. Ég ætla að hjálpa Stjörnunni og sýna þeim og fótboltaheimininum að þetta var mjög röng ákvörðun hjá KR.“Stjarnan hefur fengið liðsstyrk. Grétar Sigfinnur er kominn í blátt! #Reynslan#InnMedBoltann#Fotboltinetpic.twitter.com/x86Oj3hAxK — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 15, 2015Kassim Doumbia og Grétar Sigfinnur eiga orðaskipti í fyrra.vísir/stefánKR hefur áður reynt að losa Grétar Sigfinn frá félaginu, en snemma árs 2013 virtist hann vera á leið í Val. Svo fór ekki. Grétar byrjaði úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir að það mál leystist og gaf ekki frá sér byrjunarliðssætið. Um haustið stóð hann uppi sem Íslands- og bikarmeistari með KR. Þrátt fyrir að vera tvöfaldur Íslandsmeistari og fjórfaldur bikarmeistari með KR segist hann vera vanmetinn af KR-ingum. Og ekki bara þeim. „Ég skal taka svo djúpt í árina að mér finnst ég vanmetinn í augum ykkar fjölmiðlamanna líka og allra. Menn töluðu bara um það í sumar að Gary Martin væri á bekknum. Það fer reyndar svolítið fyrir honum, kallinum,“ sagði Grétar.Bjarni Guðjónsson gat ekki notað Grétar Sigfinn.vísir/stefánGeri aldrei mistök „Mér finnst ég klárlega vera vanmetinn. Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því að ég er ekki bestur á boltann og er ekki svona sóknar-miðvörður eins og þjálfarar eru spenntir fyrir í dag. Svona miðvörður eins og Skúli Jón er til dæmis. Hann er einn sá besti á boltanum sem finnst.“ „Það eru aðrir eiginleikar sem mér finnst fólk gjörsamlega vera að gleyma og það er varnarleikurinn. Það að hreinsa upp og hjálpa þeim sem eru að dreifa spilinu.“ „Ég geri eiginlega aldrei mistök varnarlega og mistök mín kosta aldrei mörk. Auðvitað koma mistök fram á við þegar það er komist inn í sendingar. Fólk fattar þetta ekki alltaf og það pirrar mig stundum,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Allt viðtalið má heyra eftir 1:04:30 í spilaranum hér að neðan, en þar ræðir Grétar einnig Bjarna Guðjónsson og fleira varðandi brotthvarf sitt frá KR. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, miðvörður KR í Pepsi-deildinni undanfarin ár, samdi við Stjörnuna í síðustu viku og spilar í Garðabænum næstu tvö árin. Grétar hefur spilað með uppeldisfélagi sínu KR síðan 2008 þegar hann kom þangað frá Víkingi, en þessi hávaxni miðvörður varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Vesturbæjarstórveldinu. „Þetta með Stjörnuna kom upp eftir að samningi mínum var sagt upp hjá KR. Þá höfðu mörg lið samband. Ég skoðaði allt sem kom upp á borð og tók svo ákvörðun með konunni um hvað væri best fyrir okkur. Bæði gagnvart okkur og fótboltaferli mínum,“ sagði Grétar í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu á laugardaginn. „Ég hef gríðarlegan metnað enn þá. Mér fannst þetta skref skemmtilegast hvað varðar að vinna titla enda er ég alinn upp við það. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Mér fannst mestu möguleikarnir á að gera eitthvað í Stjörnunni,“ sagði hann.Grétar Sigfinnur segist vera betri en Rasmus Christiansen og Skúli Jón Friðgeirsson.vísir/andri marinóBetri en Rasmus og Skúli Jón Grétar ætlaði sér ekkert að yfirgefa KR. Hann vildi leggja skóna á hilluna í svörtu og hvítu treyjunni en af því verður ekki. „Þetta er félagið sem ég ólst upp í og mitt takmark var að enda ferilinn hjá KR og taka fleiri titla. Ég er bara þannig ,að ég legg mikið á mig til að vera í liðinu og mig langaði að vera aðeins lengur,“ sagði Grétar, en Bjarni Guðjónsson veðjaði á Rasmus Christiansen og Skúla Jón Friðgeirsson í sumar. „Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur þannig það er bara eins og gerist í fótboltanum. Þetta er ekkert einsdæmi,“ sagði Grétar. Það var nokkuð ljóst á undirbúningstímabilinu að Rasmus og Skúli yrði aðal miðverðir KR, en samt kom aldrei til greina hjá Grétari að yfirgefa félagið fyrir tímabilið. Hann telur sig einfaldlega standa Skúla og Dananum framar. „Með fullri virðingu fyrir þeim báðum tel ég mig vera mikið betri miðvörð. Skúli er einn af betri varnarmönnum deildarinnar og hefur verið það lengi. Við spiluðum lengi saman og áttum frábæra tíma saman í vörninni,“ sagði Grétar. „Bjarni þekkti okkur líka mjög vel þannig ég bjóst aldrei við öðru, en ef maður myndi sýna sig á æfingum þá myndi hann skoða það aftur. Ég hef held ég aldrei náð jafn vel saman með neinum varnarmanni og Skúla.“ „Sú hugsun kom því aldrei upp hjá mér þrátt fyrir að menn hafi verið að bjóða í mig fyrir tímabilið og í glugganum. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að byrja þessa leiki,“ sagði hann.Grétar Sigfinnur í leik gegn Breiðabliki í sumar þar sem KR hélt hreinu.vísir/stefánAllt undir næsta sumar Grétar meiddist reyndar á undirbúningstímabilinu og var ekki klár fyrr en í mars, en hann ætlaði sér einfaldlega að vinna sér inn stöðuna í liðinu. Hann segist vel meðvitaður um eigið ágæti og í hverju hann sé góður og hverju ekki. „Ég er þeirrar skoðunar að ég verði bara betri með árunum og ég legg bara meira á mig en aðrir. Það er mín hugsun. Ég er ekkert bestur í fótbolta og er ekki með þessa meðfæddu hæfileika. Ég er bara mikið í því að reyna að bæta minn leik og reyni að vera í betra formi en aðrir,“ sagði Grétar sem ætlar sér að senda Vesturbæingum skýr skilaboð á næsta tímabili. „Það er allt undir hjá mér. Ég ætla að hjálpa Stjörnunni og sýna þeim og fótboltaheimininum að þetta var mjög röng ákvörðun hjá KR.“Stjarnan hefur fengið liðsstyrk. Grétar Sigfinnur er kominn í blátt! #Reynslan#InnMedBoltann#Fotboltinetpic.twitter.com/x86Oj3hAxK — Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 15, 2015Kassim Doumbia og Grétar Sigfinnur eiga orðaskipti í fyrra.vísir/stefánKR hefur áður reynt að losa Grétar Sigfinn frá félaginu, en snemma árs 2013 virtist hann vera á leið í Val. Svo fór ekki. Grétar byrjaði úrslitaleik Reykjavíkurmótsins eftir að það mál leystist og gaf ekki frá sér byrjunarliðssætið. Um haustið stóð hann uppi sem Íslands- og bikarmeistari með KR. Þrátt fyrir að vera tvöfaldur Íslandsmeistari og fjórfaldur bikarmeistari með KR segist hann vera vanmetinn af KR-ingum. Og ekki bara þeim. „Ég skal taka svo djúpt í árina að mér finnst ég vanmetinn í augum ykkar fjölmiðlamanna líka og allra. Menn töluðu bara um það í sumar að Gary Martin væri á bekknum. Það fer reyndar svolítið fyrir honum, kallinum,“ sagði Grétar.Bjarni Guðjónsson gat ekki notað Grétar Sigfinn.vísir/stefánGeri aldrei mistök „Mér finnst ég klárlega vera vanmetinn. Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því að ég er ekki bestur á boltann og er ekki svona sóknar-miðvörður eins og þjálfarar eru spenntir fyrir í dag. Svona miðvörður eins og Skúli Jón er til dæmis. Hann er einn sá besti á boltanum sem finnst.“ „Það eru aðrir eiginleikar sem mér finnst fólk gjörsamlega vera að gleyma og það er varnarleikurinn. Það að hreinsa upp og hjálpa þeim sem eru að dreifa spilinu.“ „Ég geri eiginlega aldrei mistök varnarlega og mistök mín kosta aldrei mörk. Auðvitað koma mistök fram á við þegar það er komist inn í sendingar. Fólk fattar þetta ekki alltaf og það pirrar mig stundum,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Allt viðtalið má heyra eftir 1:04:30 í spilaranum hér að neðan, en þar ræðir Grétar einnig Bjarna Guðjónsson og fleira varðandi brotthvarf sitt frá KR.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira