J.B. Holmes sigraði eftir bráðabana á Shell Houston Open 5. apríl 2015 23:10 J.B. Holmes fagnar með kylfusveini sínum þegar úrslitin voru ljós. Getty J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag. Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
J.B. Holmes sigraði á Shell Houston Open sem kláraðist í kvöld en þetta er fjórði sigur þessa högglanga kylfings á PGA-mótaröðinni. Holmes vann upp sex högga forskot Jordan Spieth á lokahringnum sem hann lék á 64 höggum eða átta undir pari. Hann endaði að lokum á samtals 16 höggum undir pari, jafn Johnson Wagner og Jordan Spieth. Það þurfti því að grípa til bráðabana þar sem hin krefjandi 18. hola á Houston vellinum var leikin en Jordan Spieth féll úr leik eftir að hafa fengið skolla. Wagner fékk svo skolla í annað sinn sem hún var leikin á meðan að Holmes fékk öruggt par og því var sigurinn hans. Holmes sagði við fréttamenn Golf Channel að hann hefði ekki verið að hugsa um sigurinn þegar hann hóf leik í dag, sex höggum á eftir efstu mönnum. „Mig óraði ekki fyrir því að ég myndi berjast um sigurinn en það gekk bara allt upp hjá mér. Þetta var kærkomið svona rétt fyrir Masters mótið og mun klárlega gefa mér sjálfstraust fyrir næstu viku.“ Shell Houston Open var síðasta mótið á PGA-mótaröðinni fyrir Masters sem hefst á Augusta National næstkomandi fimmtudag.
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira