Erlent

Vilja vopnahlé í Jemen

Vísir/EPA
Rauði krossinn í Jemen hefur óskað eftir sólarhrings vopnahléi svo hægt verði að koma nauðsynjum til almennra borgara. Fjölmargir hafa fallið í loftárásum Sádi Araba gegn sveitum Hútu-uppreisnarmanna. Rússland hefur lagt fram sömu kröfu og mun Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna taka afstöðu til hennar seinna í dag.

Í ellefu daga hefur sprengjum rignt yfir helstu vígi Hútu-ættbálksins en talið er að fimm hundruð farið fallið í árásum og sautján hundruð særst. Rauði krossinn í Jemen segir að þörf sé á um fimmtíu tonnum af læknabúnaði og nauðsynjum.


Tengdar fréttir

Tugir létu lífið í flóttamannabúðum

Loftárásir Sádi-Araba dynja áfram á uppreisnarmönnum í Jemen. Almennir borgarar létu lífið í flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna í borginni í gær. Óttast er að loftárásirnar geti orðið upphafið að styrjöld á milli Sádi-Arabíu og Írans.

Fordæma loftárásir á Jemen

Samtök hernaðarandstæðinga fordæma að loftárásirnar hafi ekki verið ræddar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Sádar herða sókn gegn Hútum

Arababandalagið samþykkir framhald lofthernaðar Sádi-Arabíu í Jemen. Sádar og bandamenn þeirra hafa undanfarna daga varpað sprengjum á höfuðborgina Sanaa, með það að markmiði að lama varnir uppreisnarhreyfingar Húta.

Erlendir hermenn komnir til Jemen

Erlendir hermenn eru nú komnir til jemensku hafnarborgarinnar Aden. Ekki liggur fyrir að svo stödddu hverrar þjóðar hermennirnir eru.

Jemen sagt að hruni komið

Ástandið í Jemen hefur hríðversnað undanfarnar vikur. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á almenna borgara og segir landið á barmi algers hruns. Borgarastyrjöldin styrkir stöðu öfgahópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×