Hanna Birna fær jafnréttisviðurkenningu fyrir að vera brautryðjandi í stjórnmálum Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2015 20:25 Mikið hefur verið fjallað um Hönnu Birnu á undanförnu ári og þá aðallega vegna Lekamálsins svokallaða. vísir/aðsend Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna. Í tilkynningunni segir að konurnar eigi sammerkt að hafa verið fyrstar núlifandi kvenna til að gegna veigamiklum embættum í íslenskum stjórnmálum, þ.e. sem forseti Alþingis, sem ráðherra og sem formenn þingflokka. Auk kvennanna fimmtán var minnst þeirra Ingibjargar H. Bjarnason og Auðar Auðuns sem báðar voru frumkvöðlar að þessu leyti, Ingibjörg sem fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi árið 1922 og Auður sem m.a. varð fyrst kvenna borgarstjóri 1959-1970 og fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn 1970-1971.Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti viðurkenningarnar og flutti ávarp þar sem hún sagði vel við hæfi að nýta 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til að heiðra konur sem brotið hafa glerþakið svokallaða og rutt konum braut til aukinna áhrifa í stjórnmálum: „Kosningaréttur kvenna og kjörgengi þeirra til jafns við karla var einn mikilvægasti þáttur lýðræðisþróunar hér á landi því í þessum réttindum felst grunnur fulltrúalýðræðisins; þau grundvallar mannréttindi að geta haft áhrif. Í dag hundrað árum síðar eru konur um 40% þingmanna en hlutfall kvenna hefur hæst verið 43% eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst eftir kosningarnar 1999 eða í 35%. Enn hallar á konur á opinberum vettvangi og við eigum að nýta tímamótin til framfara á sviði jafnréttismála og til að rifja upp og skrá sögu baráttunnar fyrir auknum borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum kvenna“ sagði ráðherra m.a. við afhendingu viðurkenninganna sem fram fór í Listasafni Íslands síðdegis í dag.Jóhanna Sigurðardóttir og Oddný G. Harðardóttir.Viðurkenningar Jafnréttisráðs árið 2015 hlutu eftirtaldar konur: Birgitta Jónsdóttir Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin) og Suðvesturkjördæmis síðan 2013 (Píratar). Formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, síðar Hreyfingarinnar, 2009–2010, þingflokks Hreyfingarinnar 2013 og þingflokks Pírata 2013–2014. Birgitta var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírata.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2012 (Vinstri hreyfingin – grænt framboð). Formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2009–2011. Guðfríður Lilja var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.Guðrún Agnarsdóttir Landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1983–1987 og alþingismaður Reykvíkinga 1987-1990 (Samtök um kvennalista). Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1983–1984 og 1986–1987. Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Samtaka um kvennalista.Guðrún Helgadóttir Landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1979–1987, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Alþýðubandalag), mars–maí 1999 (þingflokkur óháðra). Forseti Sameinaðs þings 1988–1991. Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Sameinaðs Alþingis.Hanna Birna Kristjánsdóttir Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur). Innanríkisráðherra 2013–2014. Hanna Birna var fyrsta konan sem gegndi embætti innanríkisráðherra.Jóhanna Sigurðardóttir Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003, (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki, hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin). Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009 og forsætisráðherra 2009–2013. Jóhanna var fyrsta konan sem gegndi embætti forsætisráðherra og félagsmálaráðherra.Margrét Frímannsdóttir Alþingismaður Suðurlands 1987–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin) og Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988–1992 og þingflokks Samfylkingarinnar 2004–2006. Margrét var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðubandalagsins.Oddný G. Harðardóttir Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2011–2012 og 2012–2013. Fjármálaráðherra 2011–2012 og fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra.Ragnhildur Helgadóttir Alþingismaður Reykvíkinga með hléum 1956–1991 (Sjálfstæðisflokkur). Forseti Neðri deildar 1961–1962 og 1974–1978. Menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Neðri deildar Alþingis, menntamálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.Rannveig Guðmundsdóttir Alþingismaður Reyknesinga 1989–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin) og Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1993–1994 og 1995–1996, þingflokks jafnaðarmanna 1996–1999 og þingflokks Samfylkingarinnar 1999–2001. Félagsmálaráðherra 1994–1995. Rannveig var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.Salome Þorkelsdóttir Landskjörinn alþingismaður Reyknesinga 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1983–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Forseti Efri deildar 1983–1987, forseti Sameinaðs þings 1991 og forseti Alþingis 1991–1995. Salome var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Efri deildar Alþingis og forseta Alþingis.Sigríður Anna Þórðardóttir Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003 og Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur). Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1998–2003. Umhverfisráðherra 2004–2006 og samstarfsráðherra Norðurlanda 2005–2006. Sigríður Anna var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Siv Friðleifsdóttir Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003 og Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1995–1999 og 2007–2009. Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999–2004 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006–2007. Siv var fyrsta konan sem gegndi embætti umhverfisráðherra.Svanfríður Jónasdóttir Alþingismaður Norðurlands eystra 1995–2003 (Þjóðvaki, hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin). Formaður þingflokks Þjóðvaka 1995–1996. Svanfríður var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Þjóðvaka.Valgerður Sverrisdóttir Alþingismaður Norðurlands eystra 1987–2003 og Norðausturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1995–1999. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2004–2005 og utanríkisráðherra 2006–2007. Valgerður var fyrsta konan sem gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og formanns þingflokks Framsóknarflokksins. Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Fimmtán konur hlutu í dag jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs en þetta kemur fram í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna ákvað Jafnréttisráð að heiðra þær núlifandi konur sem með störfum sínum á Alþingi og í ríkisstjórn hafa rutt brautina og stuðlað að auknu jafnrétti á sviði stjórnmálanna. Í tilkynningunni segir að konurnar eigi sammerkt að hafa verið fyrstar núlifandi kvenna til að gegna veigamiklum embættum í íslenskum stjórnmálum, þ.e. sem forseti Alþingis, sem ráðherra og sem formenn þingflokka. Auk kvennanna fimmtán var minnst þeirra Ingibjargar H. Bjarnason og Auðar Auðuns sem báðar voru frumkvöðlar að þessu leyti, Ingibjörg sem fyrsta konan til að taka sæti á Alþingi árið 1922 og Auður sem m.a. varð fyrst kvenna borgarstjóri 1959-1970 og fyrst kvenna til að taka sæti í ríkisstjórn 1970-1971.Eygló Harðardóttir og Siv Friðleifsdóttir.Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, veitti viðurkenningarnar og flutti ávarp þar sem hún sagði vel við hæfi að nýta 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna til að heiðra konur sem brotið hafa glerþakið svokallaða og rutt konum braut til aukinna áhrifa í stjórnmálum: „Kosningaréttur kvenna og kjörgengi þeirra til jafns við karla var einn mikilvægasti þáttur lýðræðisþróunar hér á landi því í þessum réttindum felst grunnur fulltrúalýðræðisins; þau grundvallar mannréttindi að geta haft áhrif. Í dag hundrað árum síðar eru konur um 40% þingmanna en hlutfall kvenna hefur hæst verið 43% eftir kosningarnar 2009. Áður hafði hlutfall kvenna farið hæst eftir kosningarnar 1999 eða í 35%. Enn hallar á konur á opinberum vettvangi og við eigum að nýta tímamótin til framfara á sviði jafnréttismála og til að rifja upp og skrá sögu baráttunnar fyrir auknum borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum kvenna“ sagði ráðherra m.a. við afhendingu viðurkenninganna sem fram fór í Listasafni Íslands síðdegis í dag.Jóhanna Sigurðardóttir og Oddný G. Harðardóttir.Viðurkenningar Jafnréttisráðs árið 2015 hlutu eftirtaldar konur: Birgitta Jónsdóttir Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin) og Suðvesturkjördæmis síðan 2013 (Píratar). Formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, síðar Hreyfingarinnar, 2009–2010, þingflokks Hreyfingarinnar 2013 og þingflokks Pírata 2013–2014. Birgitta var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og Pírata.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2009–2012 (Vinstri hreyfingin – grænt framboð). Formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2009–2011. Guðfríður Lilja var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.Guðrún Agnarsdóttir Landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1983–1987 og alþingismaður Reykvíkinga 1987-1990 (Samtök um kvennalista). Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1983–1984 og 1986–1987. Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Samtaka um kvennalista.Guðrún Helgadóttir Landskjörinn alþingismaður Reykvíkinga 1979–1987, alþingismaður Reykvíkinga 1987–1995 (Alþýðubandalag), mars–maí 1999 (þingflokkur óháðra). Forseti Sameinaðs þings 1988–1991. Guðrún var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Sameinaðs Alþingis.Hanna Birna Kristjánsdóttir Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2013 (Sjálfstæðisflokkur). Innanríkisráðherra 2013–2014. Hanna Birna var fyrsta konan sem gegndi embætti innanríkisráðherra.Jóhanna Sigurðardóttir Alþingismaður Reykvíkinga 1978–2003, (landskjörinn alþingismaður 1979–1987) (Alþýðuflokkur, utan flokka, Þjóðvaki, hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007, Reykjavíkurkjördæmis norður 2007–2013 (Samfylkingin). Félagsmálaráðherra 1987–1994 og 2007–2008, félags- og tryggingamálaráðherra 2008–2009 og forsætisráðherra 2009–2013. Jóhanna var fyrsta konan sem gegndi embætti forsætisráðherra og félagsmálaráðherra.Margrét Frímannsdóttir Alþingismaður Suðurlands 1987–2003 (Alþýðubandalag, Samfylkingin) og Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988–1992 og þingflokks Samfylkingarinnar 2004–2006. Margrét var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðubandalagsins.Oddný G. Harðardóttir Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2009 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2011–2012 og 2012–2013. Fjármálaráðherra 2011–2012 og fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Oddný var fyrsta konan sem gegndi embætti fjármálaráðherra.Ragnhildur Helgadóttir Alþingismaður Reykvíkinga með hléum 1956–1991 (Sjálfstæðisflokkur). Forseti Neðri deildar 1961–1962 og 1974–1978. Menntamálaráðherra 1983–1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985–1987. Ragnhildur var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Neðri deildar Alþingis, menntamálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.Rannveig Guðmundsdóttir Alþingismaður Reyknesinga 1989–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin) og Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin). Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1993–1994 og 1995–1996, þingflokks jafnaðarmanna 1996–1999 og þingflokks Samfylkingarinnar 1999–2001. Félagsmálaráðherra 1994–1995. Rannveig var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar.Salome Þorkelsdóttir Landskjörinn alþingismaður Reyknesinga 1979–1983, alþingismaður Reyknesinga 1983–1995 (Sjálfstæðisflokkur). Forseti Efri deildar 1983–1987, forseti Sameinaðs þings 1991 og forseti Alþingis 1991–1995. Salome var fyrsta konan sem gegndi embætti forseta Efri deildar Alþingis og forseta Alþingis.Sigríður Anna Þórðardóttir Alþingismaður Reyknesinga 1991–2003 og Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Sjálfstæðisflokkur). Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1998–2003. Umhverfisráðherra 2004–2006 og samstarfsráðherra Norðurlanda 2005–2006. Sigríður Anna var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins.Siv Friðleifsdóttir Alþingismaður Reyknesinga 1995–2003 og Suðvesturkjördæmis 2003–2013 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1995–1999 og 2007–2009. Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1999–2004 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 2006–2007. Siv var fyrsta konan sem gegndi embætti umhverfisráðherra.Svanfríður Jónasdóttir Alþingismaður Norðurlands eystra 1995–2003 (Þjóðvaki, hreyfing fólksins, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin). Formaður þingflokks Þjóðvaka 1995–1996. Svanfríður var fyrsta konan sem gegndi embætti formanns þingflokks Þjóðvaka.Valgerður Sverrisdóttir Alþingismaður Norðurlands eystra 1987–2003 og Norðausturkjördæmis 2003–2009 (Framsóknarflokkur). Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1995–1999. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1999–2006, samstarfsráðherra Norðurlanda 2004–2005 og utanríkisráðherra 2006–2007. Valgerður var fyrsta konan sem gegndi embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra, utanríkisráðherra og formanns þingflokks Framsóknarflokksins.
Alþingi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira