Viðskipti innlent

Samningar undirritaðir við Silicor Material

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Fulltrúar Faxaflóahafna sf. og bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Materials Inc. undirrituðu í dag samninga um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga.

Theresa Jester forstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri undirrituðu fyrir hönd Silicor og Faxaflóahafna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, vottuðu undirritunina.

Í tilkynningu kemur fram að mikilvægt skref hafi verið stigið í verkefninu í dag. Fjármögnunarsamningar þess eru á lokastigi. Bandaríska fyrirtækið stefnir að því að hefja framkvæmdir haustið 2015 og framleiðslu á síðari hluta árs 2017.

Áætlað er að um 450 manns starfi á Grundartanga á vegum Silicor. Þetta verður vinnustaður með hátæknistarfsemi sem krefst fagfólks á mörgum sviðum, ekki síður kvenna en karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×