Lífið

Hulunni lyft af Titanic skipi Brynjars Karls

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brynjar Karl og Titanic.
Brynjar Karl og Titanic. mynd/facebook-síða brynjars karls
Föstudaginn næstkomandi mun LEGO eftirlíking Brynjars Karls Birgissonar af Titanic skipinu vera afhjúpuð. Eftirlíkingin er sex metra löng, gerð úr 56.000 kubbum og smíðin hefur tekið tæpt ár. Hulunni verður lyft af skipinu í Hagkaup í Smáralind föstudaginn 24. apríl klukkan 17.00.

Brynjar, sem er tólf ára, komst fyrst í fréttirnar fyrir tæpu ári þegar hann biðlaði til LEGO að fá að heimsækja verksmiðju félagsins og að útvega honum kubba til verksins. Líkt og áður segir eru kubbarnir 56.000 en þar af telja gestirnir um 3.500 kubba.

Skipið var flutt í Smáralindina í þremur pörtum fyrir rúmum tveimur mánuðum og lokahönd lögð á það þar. Til að koma í veg fyrir að það myndi falla í sundur voru kubbarnir límdir saman.



Við sama tilefni munu Einhverfusamtökin veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna eða í þágu einhverfra. Brynjar Karl verður annar þeirra sem hlýtur viðurkenningu en einnig verður Alexander Birgir Björnsson heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt til styrktar félaginu. Tónleikarnir fóru fram í Grindavíkurkirkju og komust færri að en vildu. Á aðra milljón króna safnaðist á tónleikunum.

Myndir af smíði skipsins má finna á Facebook-síðu Brynjars og heimasíðu hans.

Aðeins 4 dagar eftir þangað til ég frumsýni skipið! Þetta er búið að taka mig eitt ár! Ég er rosalega spenntur að klára....

Posted by Brynjar Karl on Sunday, April 19, 2015

Tengdar fréttir

Þrettán ára einhverfur drengur heldur tónleika

Alexander Birgir Björnsson hefur upplifað margt á sinni stuttu ævi. Hann hefur upplifað mikinn missi en siglir nú í betri tíma og lætur langþráðan draum rætast.

Ungur Legosmiður flytur Titanic

Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu, sem Brynjar Karl Birgisson 12 ára hefur smíðað úr Legókubbum, var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs.

Safnaði 1,3 milljónum með stórtónleikum

Stórhuga þrettán ára gleðigjafi afhenti í gær Einhverfusamtökunum og Birtu veglega styrki sem hann safnaði með því að standa fyrir stórtónleikum í Grindavíkurkirkju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.