Lífið

Hlakkar til að takast á við Janis Joplin

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Flutt verða frumsamin og þekktari lög á tónleikunum á Café Rósenberg í kvöld.
Flutt verða frumsamin og þekktari lög á tónleikunum á Café Rósenberg í kvöld. Vísir/Stefán
Hljómsveitin Þær og félagar, sem skipuð er þeim Þórunni Ernu Clausen, Berglindi Magnúsdóttur, Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, Baldri Kristjánssyni, Gunnari Leó Pálssyni og Helga Reyni Jónssyni, efnir til tónleika á síðasta degi vetrar.

„Þetta er mjög fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá. Alveg frá svona tilfinningaríkum lögum og út í mikið stuð,“ segir Þórunn Erna glöð í bragði.

Efnisskráin stendur saman af frumsömdum lögum auk nokkurra af uppáhaldslögum þeirra. Meðal annars verða slagarar Aliciu Keys, Janis Joplin, Kings of Leon auk nokkurra Eurovision-laga tekin.

„Maður er að velja lög sem maður fær mikið út úr því að syngja,“ segir Þórunn Erna og bætir við að hún hlakki til þess að takast á við Joplin, þó hún eigi erfitt með að nefna sitt uppáhaldslag á efnisskránni.

„Ég get ekki valið, mér finnst þetta allt svo ótrúlega skemmtilegt,“ segir hún hlæjandi og lofar stórgóðri skemmtun á tónleikunum í kvöld.

Gestasöngvari er Jógvan Hansen og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00 á Café Rósenberg í kvöld, miðaverð er 1.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.