Árni & Kinsky leikstýra myndbandinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 09:00 Of Monsters and Men nýtur mikilla vinsælda víða. Hér má sjá sveitina á sviði í Ástralíu. nordicphotos/getty Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði. Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Mikil viðhöfn var þegar myndbandið við lagið Crystals með hljómsveitinni Of Monsters and Men var tekið upp um helgina hér á landi. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvernig tökum var háttað og sagðist fjöldi fólks sem kom að tökunum ekki geta tjáð sig um málið. Á Instagram-síðu sveitarinnar var birt mynd af orðsendingu til þeirra sem störfuðu við gerð myndbandsins og þeir beðnir að deila ekki myndum af tökustað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var stærstur hluti myndbandsins tekinn upp í upptökuveri Saga Film við Laugaveg. Þar var komið upp sviðsmynd sem leit út eins og eins konar gangverk sem hljómsveitin lék innan í. Starfsmenn sem unnu að gerð myndbandsins fengu ekki að vita hvernig sviðsmyndin átti að birtast í myndbandinu sjálfu, né hvert heildarkonsept myndbandsins væri. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að mikil möl hafi verið notuð við gerð myndbandsins og hafi lítil grafa verið notuð til þess að flytja mölina inn í myndverið.Tvíeykið Árni & Kinsky sér um leikstjórn myndbandsins. Árni og Kinsky eru þeir Stefán Árni Þorgeirsson og Sigurður Kjartansson, fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Gus Gus. Þeir hafa leikstýrt myndböndum ensku sveitanna Placebo, The Editors og Florence and the Machine. Þeir hafa einnig leikstýrt fjölda myndbanda fyrir Sigur Rós og gerðu nýjasta myndband írska söngvarans Damiens Rice. Auk leikstjóranna tveggja hafði fyrirtækið True North aðkomu að gerð myndbandsins. Stílistinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir vann einnig við gerð þess. Hrafnhildur hefur mikla reynslu af stíliseringu og starfar í tískugeiranum, fyrir fyrirtækið JÖR. Auk þess var nokkur fjöldi bandarískra starfsmanna staddur hér á landi í tengslum við upptökurnar. Þegar mest var mátti telja um fjörutíu manns í myndverinu og ljóst að lítið var til sparað við gerð myndbandsins, enda Of Monsters and Men heimsþekkt hljómsveit sem nýtur mikilla vinsælda víða.Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd sem tvíeykið Árni & Kinsky gerði.
Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira