Finnum lausn Hinrik A. Hansen skrifar 22. apríl 2015 08:45 Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun