Ásmundur hættur með ÍBV | "Gengur ekki upp að taka annað tímabil“ Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 3. október 2015 16:48 Undir stjórn Ásmundar bjargaði ÍBV sér frá falli. Vísir/Andri „Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30 Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
„Ég er svekktur með þessa niðurstöðu í dag, mér fannst vera góður hugur í mönnum, fínar æfingar í vikunni og fín stemning í gær og fyrir leik,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Eyjamanna, eftir tap sinna manna í dag gegn ÍA. „Við töluðum um að breyta aðeins sögunni, en ÍBV hefur ekki unnið síðasta leik í deild síðan 2007, þá gegn mér í Fjölni. Við ætluðum að snúa þessu við í dag en það tókst ekki því miður.“ Ásmundur óskaði ÍA til hamingju með sigurinn. „Skagamenn enda sumarið sitt vel, búnir að eiga frábært sumar. Ég óska þeim til hamingju með það, þeir eiga það fyllilega skilið,“ sagði Ásmundur sem var ósáttur með seinna mark Skagamanna. „Það vantaði lítið upp á, við gefum þeim mjög ódýrt mark, sérstaklega seinna markið eftir aukaspyrnuna. Við vorum trekk í trekk í möguleikum að setja á þá en það vantaði herslumuninn.“ Eyjamenn vildu fá víti í tvígang undir lokin þegar Víðir Þorvarðarson var í sviðsljósinu. „Mér fannst vítalykt af þessu í bæði skiptin en dómararnir sögðust sjá þetta betur.“ Ásmundur tók við liði ÍBV í sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylkiþ „Þetta var skrýtið sumar hjá mér ef maður lítur yfir þetta. Heilmikil reynsla og ég held að ég hafi bætt nokkrum árum í reynslubankann á þessu ári. Það er eitthvað sem maður þarf að taka með sér.“ ÍBV gaf það út rétt eftir leik, að Jóhannes Þór Harðarsson, myndi ekki halda áfram með liðið. Þá staðfesti Ásmundur það við okkur að hann myndi ekki vera áfram. „Það kom til greina, við höfum rætt saman og spáð í spilin. Ég er búinn að vera að fara yfir mín mál, ég er með stóra fjölskyldu og ýmislegt í gangi uppi á landi. Ég hef tilkynnt þeim það að það mun ekki ganga upp, ég mun ekki halda áfram hér.“ Einhver orðrómur var í gangi um það að Ásmundur myndi taka við Fram, en hann var ekki tilbúinn að tjá sig um það. „Hvað verður, verður bara að koma í ljós. Fyrsta skref var að klára hlutina hér og sjá hvort það gæti gengið upp, þetta er staðan núna.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30 Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Viðar Örn að glíma við meiðsli Í beinni: Valur - FH | Stefna hátt með nýjum stjórnendum Í beinni: Víkingur - Þór/KA | Spennandi slagur í Víkinni Í beinni: Tindastóll - FHL | Sögulegur leikur á Króknum Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Sjá meira
Jóhannes hættur með ÍBV | Ásmundur heldur ekki áfram Jóhannes Þór Harðarson mun ekki snúa aftur sem þjálfari ÍBV í knattspyrnu á ný en þetta kom fram í tilkynningu frá ÍBV rétt í þessu. 3. október 2015 16:30
Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - ÍA 1-2 | Þriðji sigur Skagamanna í röð Skagamenn sóttu öll stigin til Vestmannaeyja í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri ÍA. Skagamenn tryggðu sér 7. sæti deildarinnar með sigrinum en þar að auki tryggði Garðar Gunnlaugsson sér bronsskóinn. 3. október 2015 17:00