Kanónur sem koma okkur á kortið Magnús Guðmundsson skrifar 3. október 2015 13:00 Björn Thoroddsen gítarleikari, gullnöglin Gunnar Þórðarson og Robben Ford gítarleikari. Visir/Pjetur Í kvöld klukkan átta er efnt til mikillar gítarhátíðar í Háskólabíó undir heitinu Reykjavík Guitarama. Maðurinn á bak við þessa stóru tónleika og hátíð er Björn Thoroddsen gítarleikari og hann segist áður hafa staðið að sambærilegum viðburðum erlendis en nú sé loksins komið að Íslandi. „Þetta eru fyrst og fremst tónleikar í léttum dúr. Popp, rokk, kántrí, blús, djass og hreinlega allar tegundir svo fjölbreytnin er mikil en gítarinn alltaf í fronti. Það koma til okkar stórar stjörnur utan úr heimi til þess að taka þátt í þessu með okkur og þær stærstu eru Al Di Meola og Robben Ford, stórstjörnur í amerískum gítarleik og á heimsvísu í raun og veru. Al Di Meola hefur fjórum sinnum verið kosinn besti gítarleikari í heimi og Robben Ford hefur sex sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig að þetta eru kanónur sem koma okkur á gítarkortið. En svo má nú ekki gleyma okkur hinum sem ætlum að spila en auk mín kemur Brynhildur Oddsdóttir sterk inn og svo verður með okkur Peo Alfonsi, ítalskur snillingur, og á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.“ En Reykjavík Guitarama felur í sér meira en tónleika í kvöld þar sem í gær var Gullnöglin veitt í fyrsta sinn. „Með Gullnöglinni erum við að heiðra gítarleikara fyrir að hafa áhrif á íslenskan gítarleik. Að þessu sinni verður það Gunnar Þórðarson og er hann svo sannarlega vel að þessu kominn. Málið er að það vita allir hvað Gunni hefur gert og hvað gítarinn hefur leikið í höndunum á honum.“ Tónlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í kvöld klukkan átta er efnt til mikillar gítarhátíðar í Háskólabíó undir heitinu Reykjavík Guitarama. Maðurinn á bak við þessa stóru tónleika og hátíð er Björn Thoroddsen gítarleikari og hann segist áður hafa staðið að sambærilegum viðburðum erlendis en nú sé loksins komið að Íslandi. „Þetta eru fyrst og fremst tónleikar í léttum dúr. Popp, rokk, kántrí, blús, djass og hreinlega allar tegundir svo fjölbreytnin er mikil en gítarinn alltaf í fronti. Það koma til okkar stórar stjörnur utan úr heimi til þess að taka þátt í þessu með okkur og þær stærstu eru Al Di Meola og Robben Ford, stórstjörnur í amerískum gítarleik og á heimsvísu í raun og veru. Al Di Meola hefur fjórum sinnum verið kosinn besti gítarleikari í heimi og Robben Ford hefur sex sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna þannig að þetta eru kanónur sem koma okkur á gítarkortið. En svo má nú ekki gleyma okkur hinum sem ætlum að spila en auk mín kemur Brynhildur Oddsdóttir sterk inn og svo verður með okkur Peo Alfonsi, ítalskur snillingur, og á trommum verður Jóhann Hjörleifsson og Róbert Þórhallsson á bassa.“ En Reykjavík Guitarama felur í sér meira en tónleika í kvöld þar sem í gær var Gullnöglin veitt í fyrsta sinn. „Með Gullnöglinni erum við að heiðra gítarleikara fyrir að hafa áhrif á íslenskan gítarleik. Að þessu sinni verður það Gunnar Þórðarson og er hann svo sannarlega vel að þessu kominn. Málið er að það vita allir hvað Gunni hefur gert og hvað gítarinn hefur leikið í höndunum á honum.“
Tónlist Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira