Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2015 14:14 Stúlkan var skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili sitt í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað. Visir/Getty/Vilhelm „Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum. Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Það má ekki skilja hana eftir eina og þeir hunsa það,“ segir Ólöf Sigurðardóttir sem er afar ósátt við Ferðaþjónustu fatlaðra eftir að dóttir hennar, sem er þroskahömluð og einhverf, var skilin ein eftir fyrir utan heimili þeirra í Foldahverfi í Grafarvogi þrátt fyrir skýr fyrirmæli um að ekki megi skilja hana eina eftir. Dóttir Ólafar fer einu sinni í mánuði í skammtímavistun, sem er hvíldarinnlögn fyrir bæði barn og foreldri, og átti hún að snúa heim úr slíkri vistun í gær. Ólöf segist hins vegar hafa tilkynnt ferðaþjónustu fatlaðra að hún hefði fengið framlengingu á dvöl dóttur sinnar í skammtímavistuninni og átti hún því ekki að snúa heim fyrr en á morgun.Ein í myrkvuðu porti „Þannig að ég fór til foreldra minna og var ekki að hafa áhyggjur,“ segir Ólöf um þetta miðvikudagskvöld þegar dóttir hennar var skilin eftir ein og yfirgefin við heimili þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem Ólöf hefur frá ferðaþjónustu fatlaðra var dóttir hennar skilin eftir fyrir utan heimili þeirra klukkan var gengin átján mínútur í sex að kvöldi miðvikudags en skömmu áður hafði Ólöf verið að plana kvöldverð með foreldrum sínum. „En svo breytist það á síðustu stundu þannig að ég er komin heim þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í sex, í stað átta, níu eða tíu! Sem er bara heppni,“ segir Ólöf. Þegar hún kom heim beið hennar óupplýst heimili en allt í einu verður hún var við hreyfingu í myrkvuðu porti á milli bílskúrsins og hússins. „Þegar ég legg bílnum hjá húsinu mínu kemur þessi elska innan úr myrkrinu og ég spyr: Hvað ert þú að gera? Og hún svarar því að bílstjórinn hefði ekið henni heim,“ segir Ólöf og segir bílstjórann hafa skilið dóttur sína eftir eina þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað.Verður einhver að taka á mótiHún segir að þegar börn eru skráð í Ferðaþjónustu fatlaðra þurfi að skrá hvort einhver eigi að taka á móti barninu. Í tilviki dóttur hennar sé skráð að ekki megi skilja hana eftir eina en það hafi verið hunsað og segir Ólöf ekkert hafa gefið til kynna að einhver væri heima við. „Það verður einhver að taka á móti henni.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Strætó bs sem annast Ferðaþjónustu fatlaðra, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en ítrekar að vinnureglan sé sú að bílstjóri eigi að tryggja að farþeginn sé áfram í bílnum og hringja í þjónustuver Strætó og kalla eftir upplýsingum.
Tengdar fréttir Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00 Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ferðaþjónusta fyrir fatlaða – hver er að misskilja hvað? Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur um ferðaþjónustu við fatlað fólk í Reykjavík. Nokkur umræða hefur verið um kosti og galla nýju reglnanna. Í viðtali við Fréttablaðið 23. desember sl. taldi varaformaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að talsmenn fatlaðra hefðu misskilið breytingarnar. 7. janúar 2015 07:00
Fatlaðir látnir rúnta um bæinn í hagræðingarskyni Ferðaþjónusta fyrir fatlaða í borginni er í ólestri eftir að strætó tók við rekstrinum og breytti fyrirkomulaginu. Ferð sem á að taka tíu mínútur hvora leið getur tekið marga klukkutíma. 23. nóvember 2014 18:40