Erlent

„Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands

Atli Ísleifsson skrifar
Með „þriðja kyninu“ er átt við að einstaklingur á ekki að þurfa að skilgreina sig sem karl eða kona, og veitir þeim rétt til að skilgreina sig sjálfur.
Með „þriðja kyninu“ er átt við að einstaklingur á ekki að þurfa að skilgreina sig sem karl eða kona, og veitir þeim rétt til að skilgreina sig sjálfur. Vísir/Getty
„Þriðja kyninu“ verður komið fyrir í ákvæðum stjórnarskrár Taílands samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar landsins.

Í frétt CNN segir að breytingin sé ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks.

„Það er mannréttindamál ef þú fæddist sem karl eða kona og þú vilt gangast undir kynskiptiaðgerð,“ segir Kamnoon Sittisamarn, talsmaður stjórnarskrárnefndarinnar.

„Fólk ætti að hafa frelsi til að skipta um kyn og á að njóta sömu verndar af stjórnarskránni og njóta réttlátrar meðferðar,“ segir Sittisamarn.

Með „þriðja kyninu“ er átt við að einstaklingur á ekki að þurfa að skilgreina sig sem karl eða kona, og veitir þeim rétt til að skilgreina sig sjálfur.

Verði stjórnarskrárbreytingin samþykkt, mun Taíland bætast í hóf nokkurra Asíuríkja á borð við Indland, Pakistan og Nepal sem hafa nýverið unnið að lagabreytingum sem viðurkenna „þriðja kynið“.


Tengdar fréttir

Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku

Suður-Afríka hefur samþykkt danskt samkynhneigt par sem foreldra. Framkvæmdastjórar Íslenskrar ættleiðingar og Samtakanna "78 fagna tíðindunum. Ekki hafa verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×