Innlent

Sigríður Ingibjörg íhugar að hætta

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist vera að íhuga stöðu sína og útilokar ekki að hún hætti í stjórnmálum í kjölfar harðrar gagnrýni á formannsframboð hennar á landsfundi flokksins.

Margir hafa farið hörðum orðum um framboð Sigríðar Ingibjargar sem ákvað með sólarhringsfyrirvara að bjóða sig fram og hafði svo mikinn stuðning að einungis eitt atkvæði skildi að hana og formanninn.

Þung orð hafa fallið í garð Sigríðar Ingibjargar og nú síðast sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Facebook að framboð hennar hafi verið misráðið og hefði aldrei getað farið öðruvísi en illa.

Sigríður Ingibjörg segist í viðtali við hádegisfréttir Bylgjunnar ætla að láta málið setjast næstu daga en hugsa sinn gang, enda hafi verið erfitt að sitja undir svo þungum ásökunum.


Tengdar fréttir

Árni Páll vann með einu atkvæði

Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu.

Mótframboð kom Árna Páli á óvart

Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart.

Sigríður Ingibjörg í formannsframboð

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×