Jordan Spieth lætur pressuna ekki trufla sig 15. júlí 2015 22:30 Spieth slær úr glompu á æfingahring á St. Andrews í gær. Getty. Þrátt fyrir að augu allra séu á Bandaríkjamanninum Jordan Spieth fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í fyrramálið þá segist þessi ungi kylfingur ekki vera stressaður fyrir morgundeginum. Spieth hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, Masters og US Open, en hann sigraði einnig á John Deere Classic í síðust viku. „Ég mun ekki hugsa um sigrana sem ég hef náð á árinu þegar að ég tía upp á fyrsta hring á St. Andrews,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir æfingahringinn í dag. „Að sjálfsögðu lætur maður sig dreyma um sigur en það sem mér finnst erfiðast er að leika þennan golfvöll, sagan hérna er svo mikil og goðsagnirnar svo margar að það eitt gerir mann stressaðan.“ Spieth hefur aðeins leikið St. Andrews fjórum sinnum áður í móti sem sumir telja að það muni vinna gegn honum á móti reyndari kylfingum um helgina. Hann hefur leik ásamt Dustin Johnson og Hideki Matsuyama klukkan hálf níu í fyrramálið en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 08:00. Rástíma allra keppenda má nálgast hér. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þrátt fyrir að augu allra séu á Bandaríkjamanninum Jordan Spieth fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í fyrramálið þá segist þessi ungi kylfingur ekki vera stressaður fyrir morgundeginum. Spieth hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, Masters og US Open, en hann sigraði einnig á John Deere Classic í síðust viku. „Ég mun ekki hugsa um sigrana sem ég hef náð á árinu þegar að ég tía upp á fyrsta hring á St. Andrews,“ sagði Spieth við fréttamenn eftir æfingahringinn í dag. „Að sjálfsögðu lætur maður sig dreyma um sigur en það sem mér finnst erfiðast er að leika þennan golfvöll, sagan hérna er svo mikil og goðsagnirnar svo margar að það eitt gerir mann stressaðan.“ Spieth hefur aðeins leikið St. Andrews fjórum sinnum áður í móti sem sumir telja að það muni vinna gegn honum á móti reyndari kylfingum um helgina. Hann hefur leik ásamt Dustin Johnson og Hideki Matsuyama klukkan hálf níu í fyrramálið en bein útsending á Golfstöðinni hefst klukkan 08:00. Rástíma allra keppenda má nálgast hér.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira