Erlent

Tsipras: „Án ykkar stuðnings er erfitt fyrir mig að gegna áfram starfi forsætisráðherra“

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir það erfitt fyrir sig að gegna áfram starfi forsætisráðherra, njóti hann ekki stuðnings þingmanna Syriza.

Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist.

Ekki er ljóst hvað margir þingmenn Syriza muni greiða atkvæði með frumvörpunum.

Í frétt Guardian segir að búist sé við að milli þrjátíu og fjörutíu af 149 þingmönnum Syriza muni greiða atkvæði gegn frumvörpunum sem miða meðal annars að því að hækka eftirlaunaaldur, hækka virðisaukaskatt og að tryggja sjálfstæði hagstofu landsins.

Margir telja að Tsipras muni boða til þingkosninga, greiði svo margir þingmenn úr hans eigin flokki atkvæði gegn frumvörpunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×