Ekkert lát á framkvæmdum: Keflavíkurflugvöllur á að vera tvöfaldur að stærð árið 2040 Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. júlí 2015 13:11 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, útskýrði í Bítinu í morgun hvernig stendur á þeim töfum sem farþegar á leið frá Íslandi hafa upplifað á síðastlðinum vikum. Hann sagði einnig að til stæði að tvöfalda flugstöðina á næstu áratugum. Viðtalið má heyra hér að ofan. „Það er búin að vera núna mikil traffík hjá okkur. Það er náttúrulega mettraffík hvert ár og hvert sumar stærsta sumarið núna undanfarið síðan við náðum okkur upp úr efnahagshruninu í rauninni. Og svo ofan á þetta höfum við verið að innleiða nýjan tækjabúnað sem hafa orðið seinkanir á og þess vegna er þetta ástand núna. Það var í raun og veru í síðustu viku sérstaklega, sunnudag og mánudag fyrir rúmri viku síðan, en nú höfum við unnið mikið að því að ná tökum á þessu ástandi.“ Guðni segir mikilvægt að hafa ráðist í uppfærslu á öryggisleitarvélum þar sem hvert öryggisleitarband breyti miklu. Öryggisbandið átti að setja upp í maí eða júní en þegar komið var fram í júlí hafði það ekki enn verið sett upp vegna tafa frá framleiðanda. „Þá erum við akkúrat komin á þann stað að við þurftum fleiri línur, við vissum það til að hafa afköstin nægileg í öryggisleitinni. Það munar rosalega mikið um hverja línu upp á afköst á klukkutíma.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, heimsótti morgunþátt Bylgjunnar Bítið í morgun.Vísir/BítiðEn vantar ekki fleira starfsfólk? „Það væri gott að hafa tíu til fimmtán manns í viðbót. Öryggisleitin okkar hefur fengið aukaverkefni tengt framkvæmdum inni á flugvallarsvæðinu sem var með stuttum fyrirvara. Þannig að að væri gott að hafa aðeins fleiri. Það er rosalega mikill uppgangur búinn að vera á Keflavikurflugvelli,“ segir Guðni en framkvæmdir hafa verið í verslunarhluta Keflavíkurflugvallar og miklar breytingar gerðar þar að undanförnu. Tekjur af verslunarrekstrinum eru miklar og af þeim sökum segir Guðni mikilvægt að hafa ráðist í þær breytingar fyrst. „Við þurftum að bæta flæðið um verslunarsvæðið til þess að koma fleiri farþegum þarna í gegn. Og á sama tíma vorum við að stækka öryggisleitarsvæðið til þess að geta bætt við fleiri línum til þess að geta komið fleirum í gegnum öryggisleit. Þannig að það var svona forgangsatriði hjá okkur dálítið. Svo er það auðvitað þannig að tekjurnar sem við fáum af verslunarsvæðinu notum við til að halda áfram með uppbyggingu. Þannig að það er nauðsynlegt að halda áfram að halda tekjustreyminu góðu og fá góðan hagnað þar til þess að ná að fá lán. Af því að við þurfum að fá lán upp á tugi milljarða á næstunni til að fara í allar þær framkvæmdir sem eru fyrirliggjandi.“ Fyrir maí 2016 stendur til að bæta við flugstöðina 8700 fermetrum samtals. 5000 fermetrum verður bætt við komusvæði fyrir farþega utan Schengen, í komusal á að bæta við 700 fermetrum auk þess sem fyrsti áfanga lýkur á 3000 fermetra viðbyggingu sem á að hýsa meðal annars stækkun á farangursflokkakerfi. „Svo erum við með þróunaráætlun sem við erum búin að setja upp sem okkar leiðarljós til ársins 2040 þar sem við gerum ráð fyrir tvöföldun flugstöðvarinnar.“ Flugstöðin er núna 56000 fermetrar að stærða og á að byggja 56000 fermetra við hana til viðbótar til norðurs og byggja nýja flugbraut á næstu 25 árum. „Það eru margir milljarðar sem fara í þetta núna til ársins 2040. Þannig að við þurfum að halda vel á spöðunum til þess að byggja upp fyrir fyrirliggjandi ferðamennsku.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira