Sport

Rússi bætti heimsmet Jóns Margeirs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Sverrir Gíslason
Viacheslav Emeliantsev frá Rússlandi gerði sér í morgun lítið fyrir og bætti heimsmet Jóns Margeirs Sverrissonar í 200 m skriðsundi á HM fatlaðra í sundi sem nú fer fram í Glasgow.

Jón Margeir bætti heimsmetið í greininni í apríl þegar hann synti á 1:56,94 mínútum í undanrásum greininnar. Emeliantsev bætti svo enn um betur stuttu síðar er hann synti á 1:56,27 mínútum og bætti þar með heimsmetið.

Um leið varð hann annar sundmaður sögunnar, á eftir Jóni Margeiri, að synda undir 1:57,00 mínútum í greininni í fötlunarflokki S14.

Úrslitin í sundinu fara fram í kvöld og má búast við hörkubaráttu þeirra um gullið.

Kolbrún Alda Stefánsdóttir komst í morgun í úrslit í 200 m skriðsundi kvenna í fötlunarflokki S14. Hún synti á 2:25,77 mínútum. Valeriia Shabalina frá Rússlandi bætti heimsmetið í sömu grein í morgun er hún synti á 2:05,99 mínútum.

Sonja Sigurðardóttir keppti í 150 m þrísundi í fötlunarflokki SM4. Hún synti á 4:57,46 mínútum og komst ekki í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×