Tiger bjartsýnn fyrir Opna breska 15. júlí 2015 09:00 Tiger undirbýr æfingu á St. Andrews í gær. Getty Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira