Viðskipti innlent

4.757 atvinnulausir í júní

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum í júní.
Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum í júní. vísir/daníel
Samtals voru 4.757 manns skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júní síðastliðnum og hafði þá fækkað um 400 frá því í maí.

Skráð atvinnuleysi var 2,6 prósent í júní og að meðaltali voru 2.086 karlar á atvinnuleysisskrá en 2.671 kona. Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástand í júní.

Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 151 á höfuðborgarsvæðinu og var atvinnuleysi þar 2,9 prósent í júní. Á landsbyggðinni fækkaði atvinnulausum um 249 frá maí og var atvinnuleysi þar 2,1 prósent.


Tengdar fréttir

Gunnar Bragi í Eþíópíu

Í ávarpinu lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi jarðhitanýtingar í þróunarsamvinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×