Golf

Tveir bestu kylfingar heims í veseni í Boston - Charley Hoffman leiðir eftir frábæran annan hring

Kári Örn Hinriksson skrifar
Rory McIlroy rétt náði niðurskurðinum.
Rory McIlroy rétt náði niðurskurðinum. Getty
Bandaríkjamaðurinn Charley Hoffman er í forystu eftir tvo hringi á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á hinum sögufræga TPC Boston velli.

Hoffman lék magnað golf á öðrum hring í kvöld og kom inn á 63 höggum eða átta undir pari en hann er samtals á 12 höggum undir pari eftir holurnar 36.

Í öðru sæti kemur Brendon De Jonge sem leiddi eftir fyrsta hring á níu undir pari en nokkrir þekktir kylfingar deila þriðja sætinu á átta undir, meðal annars Rickie Fowler og Open sigurvegarinn Zach Johnson.

Mestu athyglina vakti þó frammistaða Jordan Spieth sem hefur verið ósigrandi á köflum á tímabilinu en hann missti af niðurskurðinum í sínu öðru móti í röð eftir tvo hringi upp á 75 og 73 högg eða sex yfir pari.

Besti kylfingur heims, Rory McIlroy, var lítið betri en Spieth en hann náði þó niðurskurðinum og situr jafn í 59. sæti á tveimur yfir pari samtals.

Bein útsending frá þriðja hring hefst á morgun á Golfstöðinni kl 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×