Kvarta yfir neikvæðum málsháttum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. apríl 2015 10:00 „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana,“segir forstjóri Nóa Síríus. „Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“ Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
„Ef málshættirnir eru með neikvæðum boðskap, þá er fólk stundum óánægt og vill kenna okkur um,“ segir Finnur Geirsson, forstjóri Nóa Síríus, og segir málshætti sem hafa verið settir í páskaegg frá upphafi framleiðslu þeirra stundum umdeilda. „Fólk hefur orðið mjög óhresst og kennt okkur um að eyðileggja fyrir því páskana. Sumir vilja bara hafa málshætti skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. En við höfum talið rétt að halda okkur við gömlu málshættina sem eru jafnan spakmæli sem vekja fólk til umhugsunar um lífið og tilveruna.“ Finnur segist hafa gaman af því að halda í þennan gamalgróna sið og segir að þótt ungt fólk skilji ekki lengur marga málshætti, þá geti það flett þeim upp og leitað svara.Gamalgróinn siður Málshættir í páskaeggjum hafa vakið landann til umhugsunar um lífið og tilveruna frá því fyrir 1940.Sölvi Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri, hefur skrifað fjölmargar greinar og bækur um íslenskar málhefðir, orðtök og málshætti. Hann segir íslenska tungu auðuga af málsháttum þótt þekking okkar og skilningur á merkingu þeirra fari minnkandi. Hann er hrifinn af þeim sið að kenna ungu fólki málshætti gegnum páskaegg. „Ég held að sumpart eigi það eðlilegar skýringar að skilningur er minni, sem eru þá þær að allir gamlir og góðir málshættir eru vaxnir upp úr samfélagi sem er gjörólíkt okkar, gamla bændasamfélaginu. Hins vegar er líka það að fólk les hreinlega miklu minna en það gerði. Það veldur því aftur að fólk notar málshætti af minna öryggi en forðum daga,“ segir Sölvi og minnist þess að ömmur sínar hafi átt málshætti um öll atvik sem upp á komu. „Málshættir eru krydd í tungutaki hvers manns. Það er gott að geta brugðið fyrir sig blæbrigðaríkum málsháttum, sem eru svo hnitmiðaðir að þeir segja mjög mikið í einni setningu eða einni málsgrein.“Sölvi SveinssonÍ málsháttum eru vanalega sannindi um lífið og tilveruna. Sölvi segir marga þeirra fjalla um börn, uppeldi og uppvöxt og líklega hafi þeir verið samdir af konum. „Ég man eftir einum málshætti sem er eiginlega varúð: Skæri gera barnið blint en hnífur eineygt, og öðrum, barnið vex en brókin ekki.“ En er sá siður að semja málshætti liðinn undir lok? Sölvi segist halda að Íslendingar glæði málið lífi með öðrum hætti í dag. „Það eru alltaf að verða til ný orðtök, til er eldgamalt orðtak: Enginn hefur átt fyrr en misst hefur. Honum hefur verið snúið í: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en flutt hefur, sem er nokkuð skondið. Menn eru sífellt að búa til ný orðtök sem gefa atvikum úr daglegu lífi nútímamanna óeiginlega merkingu.“
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent