Innlent

Fjölga lambfé í Almenningum

Sveinn Arnarson skrifar
Gróðurþekjan á Almenningum í dag er 36 prósent samkvæmt mælingum.
Gróðurþekjan á Almenningum í dag er 36 prósent samkvæmt mælingum. Vísir/Sveinn Runólfsson
Nefnd sem úrskurðar um fjölda sauðfjár í afréttinn Almenninga í Rangárþingi eystra hefur ákveðið að leyfa beit 60 lambáa, að hámarki 180 kindur, í sumar. Gróðurþekjan á Almenningum í dag er 36 prósent samkvæmt mælingum.

Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðingur skilaði sératkvæði í nefndinni og taldi svæðið ekki geta tekið við svo miklum fjölda sauðfjár. Vildi hann takmarka beit í Almenningum við 10 fullorðnar kindur með lömb. Taldi hann æskilegt að hlífa landinu fyrir ofbeit og koma upp beitarhólfi fyrir bændur á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×