Verstöðin Ísland Þröstur Ólafsson skrifar 21. mars 2015 07:00 Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Gjaldeyrishöft Þröstur Ólafsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Með krónuna í farteskinu munum við ekki geta aflétt öllum höftum af gjaldeyrisviðskiptum eða leyft frjálst flæði fjármagns milli landa. Engum nema vitleysingi dytti í hug að róa á árabáti til Bretlands. Í hnattvæddum fjármálaviðskiptum er íslenska krónan slíkur árabátur, ef hún þá nær þeirri stærð. Við yrðum að leita ásjár efnahagsstórveldis til að verja gjaldmiðilinn. Heftir gjaldmiðlar draga ekki bara úr samkeppni heldur auka þeir á einhæfni atvinnulífsins. Þeir ýta þeim greinum sem ekki þrífast við höft út af borðinu, meðan verndaðar auðlindagreinar geta afborið höftin um tíma. Fréttir af flutningi fyrirtækja úr landi eru tíðar. Sá pólitíski og efnahagslegi ávinningur sem náðist með EES-samningnum er að renna okkur úr greipum. Bæði hefur viðskiptaumhverfið breyst og svo virðist sem samningurinn sé að daga uppi í stjórnkerfinu. Lokaðir auðlindaatvinnuvegir munu þola gjaldeyrishöft til skamms tíma, s.s. sjávaraútvegur, landbúnaður og stóriðja (að hluta). Þó mun samkeppnishæfni sjávarútvegsins fljótlega líða fyrir innilokunina. Ástandið í landbúnaði er þannig að það verður trauðla greint með verkfærum hagfræðinnar. Framleiðsluiðnaður, skapandi greinar og sprotafyrirtæki munu reyna að flytja starfsemi sína sem mest til útlanda, þar sem þær fá nauðsynlegt súrefni til að þroskast og taka þátt í samkeppni, sem er orkugjafi sérhvers fyrirtækis, sem ekki byggir afkomu sína á vernduðum auðlindum. Fortíð í forgang Við þau tímamót þegar fyrsta rifan var opnuð í lokað hagkerfi landsins, á áttunda áratug sl. aldar, var allmikið rætt og skrifað um hagsældarhorfur landsins. Hagur þjóðarinnar og þróun hagkerfisins hafði dregist aftur úr nágrannaþjóðum. Við bjuggum við víðtæk og langvarandi gjaldeyrishöft, háa tolla og innflutningstakmarkanir. Til að viðhalda þokkalegri afkomu voru fiskistofnar ofveiddir og gengið var á landgæði. Við stunduðum rányrkju. Þá ákvað meirihluti Alþingis að við skyldum ganga í EFTA. Það var bjarghringur sem dugði um stund. Ég minnist samtala við Magnús heitinn Kjartansson, sem tók við iðnaðarráðuneytinu skömmu eftir inngönguna í EFTA. Þótt hann væri flokkslega innikróaður af þjóðlegum einangrunarsinnum gerði hann sér grein fyrir því að velferð þjóðarinnar var komin undir margþættu atvinnulífi. Hann sagði, að ef ekki tækist að festa fjölbreytt atvinnulíf í sessi, skapa ný störf sem menntað ungt fólk vildi starfa við, myndi landið smám saman þróast í Verstöð – land þar sem lífs- og atvinnuhættir væru sniðnir að þörfum sjávarútvegs og landbúnaðar. Brottfluttir Íslendingar kæmu „heim“ í sumarfrí. Þetta yrði að koma í veg fyrir. Nú er þessi sviðsmynd að raungerast. Bæði fólk og fyrirtæki flytja úr landi og þeir sem ráða ferðinni í stjórnmálum forgangsraða skammtíma hagsmunum sjávarútvegs og landbúnaðar á undan framtíðinni. Traust Nýverið barst frétt um að heimsþekktur tölvurisi ætlaði að fjárfesta fyrir liðlega tvö hundruð milljarða í gagnaveri í Danmörku. Iðnaðarráðherra var fljótur að fullvissa okkur um að allt væri gert til að styrkja samkeppnishæfni landsins. Hann gleymdi að segja frá fælingarmætti íslensku krónunnar og þeirri vantrú sem erlendir fjárfestar hafa á henni sem framtíðar gjaldmiðli þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar er traustið ásamt langtíma hagnaðarvon þyngsti ákvörðunarþáttur fjárfesta. Sé traustið ekki til staðar er fjárfest annars staðar. Við þetta er Ísland að glíma. Við urðum áþreifanlega vör við hyldýpi vantraustsins í framhaldi af hruninu. Sú skoðun heyrist að við ættum að feta í fótspor Svisslendinga og búa við eigin gjaldmiðil og tvíhliða samninga við erlend ríki og bandalög. Sterkur efnahagur þeirra byggist á mjög samkeppnishæfu atvinnulífi og sterkum, frjálsum alþjóðlegum gjaldmiðli. Ekkert af þessu er til staðar hjá okkur. Vissulega er enginn leikur sjálfgefinn í þessari stöðu. Nýr gjaldmiðill liggur ekki á lausu, og skiptar skoðanir eru um hver sá ætti að vera. Það breytir því ekki að þetta verða íslenskir stjórnmálamenn að leysa. Því dýpra sem þjóðin spólar sig niður í hjólför krónunnar, þeim mun erfiðara mun henni reynast að komast á greiðfæran veg aftur. Við höfum setið árum saman í þeim hjólförum. Er ekki komið nóg?
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar