Dalvík – Indland norðursins Haukur R. Hauksson skrifar 21. mars 2015 07:00 Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Sjá meira
Hingað til hafa bláfátækir Indverjar verið stórtækastir í því að rífa niður gömul og úrelt skip með handaflinu einu. Vegna óásættanlegra vinnuaðstæðna hefur ESB ákveðið að flytja þurfi starfsemina og þá dettur mönnum helst í hug ósnortnasta land Evrópu og taka til þess ca. 50 hektara lands við sjávarsíðuna. Sprengja kletta, steypa plön og viðlegukanta og girða af svæðið. Reisa svo eldspúandi bræðsluverksmiðju með tilheyrandi sjónmengun, hávaða og brennsluilmi er leggur yfir nágrennið. Það segir sig sjálft að þessi starfsemi fengi hvergi landvist annars staðar í Evrópu, svo vitlausir eru menn ekki. Halda svo að ekki þurfi að fara í umhverfismat – þótt einn vegspotti í Teigaskóg og nokkrar hríslur þar séu reyndar enn í slíku mati.Hvað hrífur? Lofað er 100 til 120 láglaunastörfum við niðurrif og bræðslu úreltra skipa. Svíinn vill fá full yfirráð yfir svæðinu og trúlega fara fram á að það verði tollfrítt. Annars þyrfti m.a. að tollafgreiða hvert skip. Af þessari starfsemi fengjust lítil eða engin gjöld, hvorki hafnargjöld né fasteignagjöld. Hagnaðurinn fer auðvitað til heimastöðva fyrirtækisins og þar greiðast skattar og skyldur. Spyrja má hvað TS Shipping ætlar að borga fyrir 50 hektara lands og rafmagnið. Eða má ekki spyrja að því? Af hverju er TS Shipping ekki einu sinni skráð með síma í Svíþjóð? Hvar er það yfirleitt skráð? Hvað er nákvæmlega á bak við þetta fyrirtæki?Vinnslan Gert er ráð fyrir að hingað komi árlega um það bil 60 úrelt skip til niðurrifs. Það er eins gott að þau haldist á floti meðan þau bíða niðurrifs. Hver ber ábyrgðina á hugsanlegu mengunarslysi ef slíkt gerist? Allur togarafloti Íslendinga telst um 50 skip, svo menn átti sig á magninu. Hvað fylgir þessum skipum þegar þau eru dregin að landi og opnuð? Ómælt magn af botngróðri og sjávardýrum, sveppum og jarðvegspöddum? Hvernig höndla menn það? Þá sleppa rotturnar í land, fegnar frelsinu. Við komu til landsins gerir tollurinn athugasemd við ósoðnar pulsur eða notaða veiðistöng. Hvaða matarúrgangar, mengaður fatnaður og annað slíkt skyldi leynast í yfirgefnu skipi? Skip er ekki bara stál. Hvað með öll spilliefnin, svo sem olíu, glussa, rafgeymasýrur og tugi annarra spilliefna? Í flestum eldri skipum voru innréttingarnar úr asbesti (vegna brunahættu). Hvernig á að höndla það og hvar á að urða öll þessi spilliefni sem eru í tonnum talin og á hvers kostnað?Verðfall eigna Ef Dalvíkurbyggð ætlar að bjóða gestum og gangandi upp á slíka sjónmengun, loftmengun, hávaða og reykspúandi bræðsluverksmiðju og hér um ræðir, umvafin fjallháum haugum af brotajárni og spilliefnum, með tugi ryðdalla úti fyrir ströndinni, gef ég lítið fyrir vinsældir staðarins. Eins er spurning hvort þetta fari vel við vinnslu sjávarafurða í næsta nágrenni. Ég fullyrði að verðfall yrði á öllum fasteignum á Dalvík og ódýrt yrði að kaupa sér sæluhús í Hrísey með brennsluilm í kaupbæti í réttri vindátt. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, hlýtur að hafa meiri metnað fyrir hönd síns fólks en þetta. Ekki sleppa TS Shipping við að svara öllum spurningum, hvorki hvað varðar framkvæmdina, fjármögnunina, skattamálin, arðsemina né ábyrgðina, og ekki síst hverjir þeir eru. Um þetta allt þarf að leggja fram áreiðanleg gögn, ekki orðagjálfur.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar