Ný plata Bjarkar óvænt komin út Bjarki Ármannsson skrifar 20. janúar 2015 19:50 Plötuumslag Vulnicura er glæsilegt eins og Bjarkar er von og vísa. Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk. Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vulnicura, nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, kemur út á netverslun iTunes um heim allan nú á næsta sólarhringnum. Jafnframt fá aðdáendur að sjá umslag plötunnar í fyrsta sinn. Björk greindi í kvöld frá þessum óvæntu tíðindum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og líkja sumir miðlar útgáfunni við óvænta plötuútgáfu Beyoncé fyrir rúmu ári. Í skilaboðunum sem Björk skrifaði til aðdáenda sinna og lesa má hér neðar í fréttinni lýsir hún gerð plötunnar og eys lofi á samstarfsmenn sína. Hún segir meðal annars að Vulnicura hafi í fyrstu einkennst af ástarsorg, þrjú lög hafi verið samin rétt fyrir skilnað og þrjú þeirra rétt eftir. Hún voni þó að lögin muni nýtast fólki sem er að jafna sig eftir svipaðar aðstæður. Björk tilkynnti í síðustu viku að von værri á nýrri plötu í mars. Mögulega hefur það haft eitthvað að gera með ákvörðunina um að gefa Vulnicura fyrr út að henni var lekið á netið fyrir tveimur dögum. Þetta er fyrsta platan sem Björk sendir frá sér frá því að Biophilia kom út árið 2011 við frábærar undirtektir. Vulnicura kemur út á geisladisk og vínyl í mars, líkt og ráðgert var. Björk mun einnig halda nokkra tónleika í New York í vor. Innlegg frá Björk.
Tónlist Tengdar fréttir Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46 Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýjustu plötu Bjarkar lekið á netið Nýjasta platan frá Björk, Vulnicura, kemur út í mars en fram kemur í erlendum miðlum að plötunni hafi nú þegar verið lekið á netið. 18. janúar 2015 21:46
Ný plata Bjarkar nefnist Vulnicura Næsta plata Bjarkar kemur út í mars og nefnist Vulnicura. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni. 14. janúar 2015 09:25