Utanríkisráðherra segir að eingöngu eigi að kjósa um aðild eða ekki aðild Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 19:00 Utanríkisráðherra segir ekkert hafa upp á sig að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið áfram, aðeins hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Ný tillaga um viðræðuslit kemur sennilega fram á Alþingi fyrir mánaðamót. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar minnti á þá andstöðu sem tillaga utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þjóðarinnar mætti á Alþingi og meðal þjóðarinnar síðast liðinn vetur. Hann væri því hissa á að slík tillaga væri boðuð á nýjan leik.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir„Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu það ekki í kosningabaráttunni að þeir ætluðu að slíta viðræðunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þess vegna ekkert umboð til að slíta viðræðunum. Ef ríkisstjórnarflokkarnir ætla að slíta viðræðunum án þess að spyrja þjóðina þá verða þeir að minnsta kosti að sækja sér umboð til þess með alþingiskosningum,“ sagði Guðmundur. „Ég mun ekki tala fyrir utanríkisráðherra sem er sá sem mun flytja tillöguna og er fullfær um að svara fyrir það hvenær eða hvort hún kemur fram. En hún hefur verið á þingmálaskránni frá því í haust og ég geri ráð fyrir að hún komi fram innan fárra daga,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að unnið væri að mótun tillögu um viðræðuslit í utanríkisráðuneytinu. „Síðast þegar utanríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fór ríkisstjórnin sneypuför. Mikil andstaða var við málið á Alþingi og vikuleg mótmæli á Austurvelli. „Hún á eftir að taka á sig mynd og við sjáum svo til hvernig hún verður og hvernig þetta fer með hana. En ég er mjög glaðir með að heyra fjármálaráðherra lýsa þessu yfir. Því það sýnir alveg óskiptan stuðning hans og Sjálfstæðisflokksins við að tillagan komi fram. Auðvitað er einhver meiningarmunur innan flokksins eflaust en það er klárlega meirihluti fyrir því,“ segir Gunnar Bragi.Tilraunum til að slíta aðildarviðræðunum hefur verið ákaft mótmælt.VÍSIR/VALLIUtanríkisráðherra reiknar ekki með efnislegri breytingu á tillögunni sjálfri þótt breytingar verði á rökstuðningi í greinargerð. En fjármálaráðherra sagði í fyrra vetur að hann reiknaði ekki með annarri tillögu um þessi mál án aðkomu þjóðarinnar og Stuðningsmenn áframhaldandi viðræðna hafa nefnt að hægt væri að kjósa um málið samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er ekki þannig að þú getir farið í einhvern könnunarleiðangur og séð svo bara til og hætt við. Eða hvernig sem það er ef þú færð lélegan samning. Evrópusambandið býður bara upp á það að fara inn,“ segir utanríkisráðherra. En Norðmenn gerðu það. Þeir greiddu atkvæði um samning. „Já, en það er með gömlu aðferðafræðinni. Það er vitanlega búið að breyta um aðferðafræði í Evrópusambandinu frá því það var gert,“ segir Gunnar Bragi. Þá gæti ríkisstjórnin aldrei fallist á sömu samningsmarkmið og síðasta ríkisstjórn lagði af stað með. „Þess vegna er miklu betra að núllstilla dæmið og spyrja þjóðina eftir nokkur ár hvort hún vilji fara í þetta eða ekki,“ segir Gunnar Bragi. En er ekki jafn skrýtið að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í Evrópusambandið þegar hún veit ekki hvað því myndi fylgja þar sem samningur lægi ekki fyrir? „Fólk veit alveg hvað því myndi fylgja. Það fylgir því að þú vilt ganga í Evrópusambandið. Þú vilt fara inn í þetta samband og ég held að það þurfi ekki mikinn yfirlestur til að kynna sér sambandið og út á hvað það gengur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Utanríkisráðherra segir ekkert hafa upp á sig að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu að halda aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið áfram, aðeins hvort þjóðin vilji ganga í sambandið. Ný tillaga um viðræðuslit kemur sennilega fram á Alþingi fyrir mánaðamót. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar minnti á þá andstöðu sem tillaga utanríkisráðherra um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þjóðarinnar mætti á Alþingi og meðal þjóðarinnar síðast liðinn vetur. Hann væri því hissa á að slík tillaga væri boðuð á nýjan leik.Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.Vísir„Ríkisstjórnarflokkarnir sögðu það ekki í kosningabaráttunni að þeir ætluðu að slíta viðræðunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þess vegna ekkert umboð til að slíta viðræðunum. Ef ríkisstjórnarflokkarnir ætla að slíta viðræðunum án þess að spyrja þjóðina þá verða þeir að minnsta kosti að sækja sér umboð til þess með alþingiskosningum,“ sagði Guðmundur. „Ég mun ekki tala fyrir utanríkisráðherra sem er sá sem mun flytja tillöguna og er fullfær um að svara fyrir það hvenær eða hvort hún kemur fram. En hún hefur verið á þingmálaskránni frá því í haust og ég geri ráð fyrir að hún komi fram innan fárra daga,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki þurfa að koma á óvart að unnið væri að mótun tillögu um viðræðuslit í utanríkisráðuneytinu. „Síðast þegar utanríkisráðherra lagði fram tillögu um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið fór ríkisstjórnin sneypuför. Mikil andstaða var við málið á Alþingi og vikuleg mótmæli á Austurvelli. „Hún á eftir að taka á sig mynd og við sjáum svo til hvernig hún verður og hvernig þetta fer með hana. En ég er mjög glaðir með að heyra fjármálaráðherra lýsa þessu yfir. Því það sýnir alveg óskiptan stuðning hans og Sjálfstæðisflokksins við að tillagan komi fram. Auðvitað er einhver meiningarmunur innan flokksins eflaust en það er klárlega meirihluti fyrir því,“ segir Gunnar Bragi.Tilraunum til að slíta aðildarviðræðunum hefur verið ákaft mótmælt.VÍSIR/VALLIUtanríkisráðherra reiknar ekki með efnislegri breytingu á tillögunni sjálfri þótt breytingar verði á rökstuðningi í greinargerð. En fjármálaráðherra sagði í fyrra vetur að hann reiknaði ekki með annarri tillögu um þessi mál án aðkomu þjóðarinnar og Stuðningsmenn áframhaldandi viðræðna hafa nefnt að hægt væri að kjósa um málið samhliða forsetakosningum á næsta ári. „Það er ekki þannig að þú getir farið í einhvern könnunarleiðangur og séð svo bara til og hætt við. Eða hvernig sem það er ef þú færð lélegan samning. Evrópusambandið býður bara upp á það að fara inn,“ segir utanríkisráðherra. En Norðmenn gerðu það. Þeir greiddu atkvæði um samning. „Já, en það er með gömlu aðferðafræðinni. Það er vitanlega búið að breyta um aðferðafræði í Evrópusambandinu frá því það var gert,“ segir Gunnar Bragi. Þá gæti ríkisstjórnin aldrei fallist á sömu samningsmarkmið og síðasta ríkisstjórn lagði af stað með. „Þess vegna er miklu betra að núllstilla dæmið og spyrja þjóðina eftir nokkur ár hvort hún vilji fara í þetta eða ekki,“ segir Gunnar Bragi. En er ekki jafn skrýtið að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í Evrópusambandið þegar hún veit ekki hvað því myndi fylgja þar sem samningur lægi ekki fyrir? „Fólk veit alveg hvað því myndi fylgja. Það fylgir því að þú vilt ganga í Evrópusambandið. Þú vilt fara inn í þetta samband og ég held að það þurfi ekki mikinn yfirlestur til að kynna sér sambandið og út á hvað það gengur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira