Erlent

Fámennt í mótmælum Pegida í Kaupmannahöfn

Atli Ísleifsson skrifar
Um þrjú hundruð manns komu saman á sama tíma í Kaupmannahöfn til að mótmæla Pegida.
Um þrjú hundruð manns komu saman á sama tíma í Kaupmannahöfn til að mótmæla Pegida. Vísir/AFP
Um tvö hundruð manns komu saman í mótmælagöngu Pegida-hreyfingarinnar í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Nokkru fleiri, eða um þrjú hundruð, komu saman á sama tíma til að mótmæla Pegida.

Í höfuðborg Noregs, Ósló, komu um sjötíu stuðningmenn Pegida saman fyrir utan ráðhús borgarinnar í gærkvöldi, en um tvö hundruð manns til að mótmæla Pegida.

Sjá einnig: Hvað er Pegida?

Pegida er upprunalega þýsk fjöldahreyfing sem berst „gegn íslamsvæðingu vesturlanda“. Hreyfingin á rætur að rekja til borgarinnar Dresden, en fleiri tugir þúsunda manna hafa gengið til liðs við hreyfinguna síðustu vikur og mánuði.


Tengdar fréttir

Boða aðgerðir gegn Evrópubúum sem slást í lið með öfgamönnum

Utanríkisráðherrar allra ríkja Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að berjast sérstaklega gegn öfgamönnum úr röðum múslima sem hafa farið frá Evrópu til Sýrlands eða Íraks og snúið til baka. Utanríkisráðherrarnir hittust á sérstökum fundi í Brussel í dag.

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.

Myrtur eftir PEGIDA-fund

Erítreskur hælisleitandi fannst stunginn til bana eftir mótmælafund PEGIDA í Dresden. Yfir 100.000 manns mættu á fundi samtakanna síðasta mánudag. Rótarskot samtakanna í öðrum löndum mæta andstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×