Sullivan og McIlroy mynda lokahollið í Dubai 21. nóvember 2015 13:56 Andy Sullivan þakkar áhorfendum eftir þriðja hring í morgun. Getty. Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið. Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið.
Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira