Helenu vantar bara eitt stig í viðbót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2015 09:00 Helena Sverrisdóttir er í aðalhlutverki í íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. Fréttablaðið/Stefán Auðvitað snýst allt um Helenu Sverrisdóttur í fyrsta leik kvennalandsliðsins í Evrópukeppni í sex ár. Það er ekki nóg með að hún geti náð stóru takmarki í sögu íslenska landsliðsins eða það að hún sé fyrirliði og besti leikmaður í íslenska liðsins heldur eru allar kringumstæðurnar í Miskolc í Ungverjalandi tengdar henni líka. Helena er nefnilega mætt á sinn gamla heimavöll og hún er að spila á móti sínum gamla þjálfara og á móti mörgum af fyrrverandi liðsfélögum sínum úr atvinnumennskunni. Helena spilaði með liði DVTK Miskolc, bæði í ungversku deildinni og Evrópukeppni, veturinn 2013-14. Hún leiðir íslenska liðið ekki bara innan vallar heldur getur hún líka farið með stelpurnar í skoðunarferð. Helena hefur verið stigahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi í meira en tvö ár eða síðan hún bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á Smáþjóðaleikunum í júní 2013. Helena hefði líklega verið löngu búin að því hefði landsliðið ekki verið lagt í dvala í tvö ár frá 2010 til 2011. Helena hefur heldur ekki slegið slöku við síðan hún eignaðist metið og er nú bara einu stigi frá því að skora sitt þúsundasta stig.Sjá má greinina og tölfræðina stærri með því að smella á myndina.umbrot/silja336 stigum meira en allar hinar Helena sker sig svo sannarlega úr þegar kemur að stigaskori með landsliðinu. Það eru tólf stelpur í hópnum fyrir Ungverjalandi og tvær af þeim eru að fara að spila sinn fyrsta leik. Hinar tíu hafa saman skorað samanlagt 663 stig fyrir íslenska landsliðið eða 336 stigum færra en Helena ein og sér. Mikilvægi og sérstaða Helenu sést líka á því að hún er búin að vera stigahæst í 36 af síðustu 42 leikjum íslenska kvennalandsliðsins og þegar Sara Rún Hinriksdóttir náði að skora meira en hún í leik á móti Dönum í æfingamóti í Kaupmannahöfn í sumar þá endaði Sara Rún átján leikja einokun Helenu á því að vera stigahæsti leikmaður liðsins.Spilað alla leiki í ellefu ár Helena hefur ekki aðeins skorað 17 stig að meðaltali eða meira á síðustu átta landsliðsárum því hún hefur auk þess ekki misst úr landsleik í meira en ellefu ár. Leikurinn á móti Ungverjum í dag verður 55. landsleikurinn í röð hjá Helenu. Helena Sverrisdóttir hefur ekki misst úr landsleik síðan sumarið 2004 þegar hún var upptekin með sextán ára landsliðinu á EM í Eistlandi á sama tíma og A-landsliðið tók þátt í Evrópumóti smáþjóða (Promotion cup) í Andorra. Helena hefur leikið alla A-landsleiki í ellefu ár, þrjá mánuði og 21 dag. Ísland lék síðast án hennar í sigurleik á móti Lúxemborg í úrslitaleik í Evrópumóts smáþjóða 31. júlí 2004. Helena skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum og hefur þar með ekki misst úr landsleik síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsstig í sigri á Noregi á Norðurlandamótinu í Arvika 11. ágúst 2004. Helena er 27 ára gömul og ætti að hafa næg tækifæri til að bæta við stigum. Tvö þúsund stiga múrinn er reyndar fjarlægur draumur en besta körfuboltakona Íslands ætti að eiga tækifæri til að bæta vel við metið sitt áður en hún klárar landsliðsferilinn. Körfubolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Auðvitað snýst allt um Helenu Sverrisdóttur í fyrsta leik kvennalandsliðsins í Evrópukeppni í sex ár. Það er ekki nóg með að hún geti náð stóru takmarki í sögu íslenska landsliðsins eða það að hún sé fyrirliði og besti leikmaður í íslenska liðsins heldur eru allar kringumstæðurnar í Miskolc í Ungverjalandi tengdar henni líka. Helena er nefnilega mætt á sinn gamla heimavöll og hún er að spila á móti sínum gamla þjálfara og á móti mörgum af fyrrverandi liðsfélögum sínum úr atvinnumennskunni. Helena spilaði með liði DVTK Miskolc, bæði í ungversku deildinni og Evrópukeppni, veturinn 2013-14. Hún leiðir íslenska liðið ekki bara innan vallar heldur getur hún líka farið með stelpurnar í skoðunarferð. Helena hefur verið stigahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi í meira en tvö ár eða síðan hún bætti stigamet Önnu Maríu Sveinsdóttur á Smáþjóðaleikunum í júní 2013. Helena hefði líklega verið löngu búin að því hefði landsliðið ekki verið lagt í dvala í tvö ár frá 2010 til 2011. Helena hefur heldur ekki slegið slöku við síðan hún eignaðist metið og er nú bara einu stigi frá því að skora sitt þúsundasta stig.Sjá má greinina og tölfræðina stærri með því að smella á myndina.umbrot/silja336 stigum meira en allar hinar Helena sker sig svo sannarlega úr þegar kemur að stigaskori með landsliðinu. Það eru tólf stelpur í hópnum fyrir Ungverjalandi og tvær af þeim eru að fara að spila sinn fyrsta leik. Hinar tíu hafa saman skorað samanlagt 663 stig fyrir íslenska landsliðið eða 336 stigum færra en Helena ein og sér. Mikilvægi og sérstaða Helenu sést líka á því að hún er búin að vera stigahæst í 36 af síðustu 42 leikjum íslenska kvennalandsliðsins og þegar Sara Rún Hinriksdóttir náði að skora meira en hún í leik á móti Dönum í æfingamóti í Kaupmannahöfn í sumar þá endaði Sara Rún átján leikja einokun Helenu á því að vera stigahæsti leikmaður liðsins.Spilað alla leiki í ellefu ár Helena hefur ekki aðeins skorað 17 stig að meðaltali eða meira á síðustu átta landsliðsárum því hún hefur auk þess ekki misst úr landsleik í meira en ellefu ár. Leikurinn á móti Ungverjum í dag verður 55. landsleikurinn í röð hjá Helenu. Helena Sverrisdóttir hefur ekki misst úr landsleik síðan sumarið 2004 þegar hún var upptekin með sextán ára landsliðinu á EM í Eistlandi á sama tíma og A-landsliðið tók þátt í Evrópumóti smáþjóða (Promotion cup) í Andorra. Helena hefur leikið alla A-landsleiki í ellefu ár, þrjá mánuði og 21 dag. Ísland lék síðast án hennar í sigurleik á móti Lúxemborg í úrslitaleik í Evrópumóts smáþjóða 31. júlí 2004. Helena skoraði ekki í fyrstu þremur landsleikjum sínum og hefur þar með ekki misst úr landsleik síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsstig í sigri á Noregi á Norðurlandamótinu í Arvika 11. ágúst 2004. Helena er 27 ára gömul og ætti að hafa næg tækifæri til að bæta við stigum. Tvö þúsund stiga múrinn er reyndar fjarlægur draumur en besta körfuboltakona Íslands ætti að eiga tækifæri til að bæta vel við metið sitt áður en hún klárar landsliðsferilinn.
Körfubolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum