Lífið

Myndbandsbloggari stökk af Tower Bridge: „Heppinn að sleppa lifandi“

Atli Ísleifsson skrifar
Shinwari hvetur fólk eindregið að leika þetta ekki eftir.
Shinwari hvetur fólk eindregið að leika þetta ekki eftir.
Breskur myndbandsbloggari hefur viðurkennt að hann sé heppinn að hafa sloppið lifandi eftir að hann stökk niður í ána Thames af Tower Bridge í London.

Hinn sautján ára Shah Faisal Shinwari segist hafa stokkið eftir að vinur hans skoraði á hann að gera það til að hann gæti tekist á við lofthræðslu sína.

Shinwari hvetur fólk eindregið að leika þetta ekki eftir.

Á myndbandinu má sjá Shinwari á brúnni þar sem hann býr sig undir að stökkva á meðan myndatökumaðurinn hvetur hann áfram. Síðar má sjá hvernig stökkið mistekst og hann lendir í ánni með höfuðið fyrst.

Shinwari fer svo niður straumharða ána eftir að hafa gleypt óhreint vatn og á í mestu vandræðum með að komast að og upp á bakkann. Einnig sést hvernig sjúkralið hlúir að Shinwari eftir að honum var bjargað upp á bakkann.

Að lokum má heyra Shinwari segja að þetta sé það „vitlausasta“ sem hann hafi nokkurn tímann gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×