Rak kylfuberann á miðjum hring í fjórða skiptið Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júlí 2015 22:45 Allenby var eflaust ósáttur með kylfusvein sinn þarna. Vísir/Getty Ástralski kylfingurinn Robert Allenby vakti athygli á fyrsta hring á kanadíska meistaramótinu er hann rak kylfusvein sinn á fjórðu holu. Allenby náði sér aldrei á strik á mótinu en hann lauk fyrsta hringnum á fjórum höggum yfir pari og ákvað að draga sig úr keppni. Atvikið átti sér stað á 13. holu vallarins en Allenby hóf leik á 10. holu í gær. Um er að ræða par 5 holu og átti Allenby 150 jarda eftir að holu þegar hann sakar kylfuberann sinn um að hafa sannfært sig um að velja kylfu lægra en hann vildi. Boltinn fór í skurð og neyddist hann til að taka víti sem leiddi til þess að hann lauk holunni á þremur höggum yfir pari. „Ég minnti hann á að þetta væri búið að vera svona í nokkra mánuði, við værum að gera mistök og hann væri ekki að hjálpa mér í þessum stöðum. Þá sagði hann mér einfaldlega að fara til helvítis með ógnandi tilburðum sem leiddi til þess að ég rak hann,“ sagði Allenby þegar hann var beðinn um að útskýra en hann fékk áhorfenda til að bera kylfurnar sínar seinni níu holurnar. Það var annar tónn í fyrrverandi kylfuberanum en þetta er í fjórða sinn sem Allenby rekur kylfubera á miðjum hring. „Hann er enn einu sinni að mála sig sem fórnarlambið. Ég vildi gera lítið úr þessu en hann átti lélegt högg eftir að við vorum sammála um kylfuval. Þá byrjar hann á persónulegum árásum gegn mér, kallar mig nöfnum svo allir heyri og þá fór hann yfir strikið.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Allenby ratar í fjölmiðlana fyrir skrýtnar sakir en honum var rænt fyrr á árinu á Hawaii eftir að hafa ekki komist í gegn um niðurskurðinn á móti á eyjunni. Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Robert Allenby vakti athygli á fyrsta hring á kanadíska meistaramótinu er hann rak kylfusvein sinn á fjórðu holu. Allenby náði sér aldrei á strik á mótinu en hann lauk fyrsta hringnum á fjórum höggum yfir pari og ákvað að draga sig úr keppni. Atvikið átti sér stað á 13. holu vallarins en Allenby hóf leik á 10. holu í gær. Um er að ræða par 5 holu og átti Allenby 150 jarda eftir að holu þegar hann sakar kylfuberann sinn um að hafa sannfært sig um að velja kylfu lægra en hann vildi. Boltinn fór í skurð og neyddist hann til að taka víti sem leiddi til þess að hann lauk holunni á þremur höggum yfir pari. „Ég minnti hann á að þetta væri búið að vera svona í nokkra mánuði, við værum að gera mistök og hann væri ekki að hjálpa mér í þessum stöðum. Þá sagði hann mér einfaldlega að fara til helvítis með ógnandi tilburðum sem leiddi til þess að ég rak hann,“ sagði Allenby þegar hann var beðinn um að útskýra en hann fékk áhorfenda til að bera kylfurnar sínar seinni níu holurnar. Það var annar tónn í fyrrverandi kylfuberanum en þetta er í fjórða sinn sem Allenby rekur kylfubera á miðjum hring. „Hann er enn einu sinni að mála sig sem fórnarlambið. Ég vildi gera lítið úr þessu en hann átti lélegt högg eftir að við vorum sammála um kylfuval. Þá byrjar hann á persónulegum árásum gegn mér, kallar mig nöfnum svo allir heyri og þá fór hann yfir strikið.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Allenby ratar í fjölmiðlana fyrir skrýtnar sakir en honum var rænt fyrr á árinu á Hawaii eftir að hafa ekki komist í gegn um niðurskurðinn á móti á eyjunni.
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira